29.11.06
28.11.06
eitthvað verður blessað fólkið að gera
hef áður minnst á forsjárhyggjuáráttuna og ofvöxt í opinberu eftirliti.
í spjalli á dögunum kom Umferðarstofa til tals, sem er beinlínis að verða ríki í ríkinu. þar starfa 70 manns. segi og skrifa SJÖTÍU MANNS! sjá: umferdarstofa.is
fletti líka að gamni upp annarri stofnun sem barst í tal í sama spjalli og er mjög ung; Lýðheilsustöð. þar starfa 20 manns við að hafa vit fyrir okkur. sjá: lydheilsustod.is
það má vel vera að á þessum stöðum sé unnið frábært starf, hef ekki hugmynd um það. en það er eitthvað í eðli svona stofnana sem mér hugnast ekki – þessi eilífa og vaxandi tilhneiging til að hafa vit fyrir borgurunum á sífellt fleiri sviðum.
og meðan þessir púkar blása út í skjóli ríkisvaldsins hanga fjölmargir á horriminni sem vinna að þjóðþrifamálum. ætla ekki að nefna dæmi hér en listinn gæti orðið talsverður.
í spjalli á dögunum kom Umferðarstofa til tals, sem er beinlínis að verða ríki í ríkinu. þar starfa 70 manns. segi og skrifa SJÖTÍU MANNS! sjá: umferdarstofa.is
fletti líka að gamni upp annarri stofnun sem barst í tal í sama spjalli og er mjög ung; Lýðheilsustöð. þar starfa 20 manns við að hafa vit fyrir okkur. sjá: lydheilsustod.is
það má vel vera að á þessum stöðum sé unnið frábært starf, hef ekki hugmynd um það. en það er eitthvað í eðli svona stofnana sem mér hugnast ekki – þessi eilífa og vaxandi tilhneiging til að hafa vit fyrir borgurunum á sífellt fleiri sviðum.
og meðan þessir púkar blása út í skjóli ríkisvaldsins hanga fjölmargir á horriminni sem vinna að þjóðþrifamálum. ætla ekki að nefna dæmi hér en listinn gæti orðið talsverður.
orðanna hljóðan
stundum hafa blaðamenn náð að búa til bráðskemmtilegar fyrirsagnir á fréttir.
ein sú flottasta er fárra ára gömul og var birt í einhverju dagblaðanna eftir deilur Markúsar útvarpsstjóra og indversku prinsessunnar Leoncie. fyrirsögnin var „Leoncie reið Markúsi Erni.“ þetta er bara snilld.
af öðrum toga er fornfræg fyrirsögn úr gamla Degi sáluga þegar bæjaryfirvöld höfðu ákveðið að það væri ótækt að slökkviliðmenn á næturvöktum hefðu ekkert fyrir stafni. til að bæta úr því var þeim gert að þrífa strætisvagna bæjarins við lítinn fögnuð. og fyrirsögnin á fréttinni um þetta var: „Látnir þvo bíla á nóttunni.“
ritaðar hafa verið bækur með svona tilvitnunum en man bara þessar í augnablikinu. og svo náttúrulega þessa sem ég nefndi um daginn um óþekka barnið...
ein sú flottasta er fárra ára gömul og var birt í einhverju dagblaðanna eftir deilur Markúsar útvarpsstjóra og indversku prinsessunnar Leoncie. fyrirsögnin var „Leoncie reið Markúsi Erni.“ þetta er bara snilld.
af öðrum toga er fornfræg fyrirsögn úr gamla Degi sáluga þegar bæjaryfirvöld höfðu ákveðið að það væri ótækt að slökkviliðmenn á næturvöktum hefðu ekkert fyrir stafni. til að bæta úr því var þeim gert að þrífa strætisvagna bæjarins við lítinn fögnuð. og fyrirsögnin á fréttinni um þetta var: „Látnir þvo bíla á nóttunni.“
ritaðar hafa verið bækur með svona tilvitnunum en man bara þessar í augnablikinu. og svo náttúrulega þessa sem ég nefndi um daginn um óþekka barnið...
27.11.06
kæru systur
skilst að minn ágæti og reyndar fráfarandi bæjarstjóri, Kristján Þór Júlíusson, hafi reiðst ummælum Þorgerðar Katrínar á dögunum um slælegt gengi kvenna í flokknum í prófkjörum og litið á það sem árás á sig og sitt framboð rétt fyrir prófkjör. hafði samt góðan sigur og næsta víst að hann sest á þing að vori.
þess vegna var það sem ég tók eftir því að í heilsíðuauglýsingu frá Kristjáni, sem ég rakst á í dag og hafði birst í Vikudegi á fimmtudaginn var, voru myndir af tæplega 60 nafngreindum stuðningsmönnum hans – af þeim voru 9 konur.
þetta hlýtur að teljast klaufalegt og í orðastað KÞJ er þessi limra:
„Ég er Kristján og kosinn sisvona,
kjördæmis björtust vona.
Verð studdur á þing
og þeir slá um mig hring.
Aðeins fimmti hver kjósandi er kona.“
þess vegna var það sem ég tók eftir því að í heilsíðuauglýsingu frá Kristjáni, sem ég rakst á í dag og hafði birst í Vikudegi á fimmtudaginn var, voru myndir af tæplega 60 nafngreindum stuðningsmönnum hans – af þeim voru 9 konur.
þetta hlýtur að teljast klaufalegt og í orðastað KÞJ er þessi limra:
„Ég er Kristján og kosinn sisvona,
kjördæmis björtust vona.
Verð studdur á þing
og þeir slá um mig hring.
Aðeins fimmti hver kjósandi er kona.“
26.11.06
bætiflákar í bakkafullan læk
meira af bókaútgáfu Uppheima og kápuhönnun. hér eru glefsur úr ritdómi Inga Börns Guðnasonar á bokmenntir.is um Ógæfusömu konuna eftri Richard Brautigan í þýðingu Gyrðis Elíassonar:
„Bók eins og Ógæfusama konan eftir Richard Brautigan á því miður á hættu að fara algjörlega framhjá manni á meðan jólabókaflóðið svokallaða stendur yfir. Þetta er lítið kver í kiljuútgáfu sem lætur ekki mikið yfir sér. Kápan er stílhrein og falleg, rauð og hvít að lit og skartar myndum af skáldinu á forsíðu og baksíðu eins og útgáfur verka Brautigan gera gjarnan. Bókin er gefin út af litlu forlagi á Akranesi sem kallast Uppheimar og hefur staðið sig einkar vel í útgáfu á vönduðum þýðingum síðustu ár. Gyrðir Elíasson þýðir bókina en þetta er fjórða bók Brautigan sem hann snýr á íslensku.“
„...Aðstandendur þessarar útgáfu eiga þakkir skyldar fyrir að færa íslenskum lesendum þetta litla kver. Þýðing Gyrðis Elíassonar er afbragð og án þess að nákvæm athugun liggi að baki þori ég að fullyrða að honum takist að fanga þann grátbroslega, afslappaða og látlausa stíl sem einkennir söguna. Að endingu verð ég líka að taka hatt minn ofan fyrir því að bókin skuli koma út í vandaðri kiljuútgáfu – vonandi ratar hún til fleiri lesenda fyrir vikið.“
kápan á bók Ævars í 2. sæti!
hópur álitsgjafa undir forystu prófessors Guðmundar Odds hefur valið bestu og verstu bókarkápurnar á vertíðinni og birt niðurstöður í Fréttablaðinu.
kápan á Sá yðar sem syndlaus er eftir Ævar Örn Jósepsson nær öðru sæti í flokknum verstu kápurnar. sem er mikill heiður. í umsögn segir m.a.:
„Þessi bók á vonandi eftir að seljast vel fyrir jólin. En það er ekki kápunni að þakka...“
„Þessi kápa er dauð eins og malbik. Flatneskjan og grámyglan eru með ólíkindum og dapurleg tilraunin til að skapa dýpt í verkið með skugga undir klunnalegu letrinu...“
„Ætti að fá á sig gylltan miða með áletruninni „Don't judge the book by it's cover – sagan er jafn góð og kápan er vond...“
„Ævar hefur reyndar sent frá sér röð af góðum glæpasögum með vondum kápum og maður veltir því fyrir sér hvort þetta sé orðið „trade mark“ hjá honum...“
25.11.06
orðanna vegna
dagur íslenskrar tungu var um daginn, þann 19. ef ég man rétt. þá hvatti Baggalútur landsmenn til að fara í hressilegan sleik.
hef lengi ástundað markvissan tvískinnung í öllu því sem snýr að málefnum íslenskunnar; annars vegar fulltrúi þeirra afla sem vilja viðhalda málinu og halda í grónar hefðir (sem byggir á því að hafa þokkleg tök á þessu verkfæri til tjáningar) og hins vegar sem boðberi þeirrar kenningar að skiljanlegt mál sé rétt mál. sletti óhikað eins og menn hafa kynnst hér en markvisst.
síðustu misseri ber meira og meira á asnalegri hugsun í málnotkun í fjölmiðlun og það böggar mig meira en „röng“ málnotkun. t.d. þegar sagði í fyrirsögn í Frbl í vikunni: „Mannfall í Írak nær nýjum hæðum“. þetta finnst mér verra en bein þýðing á enskri hugsum (orðið á götunni segir) sem er að verða að viðteknu talmáli.
af öðrum toga er klaufaskapur:
fyndnasta dæmið um þetta er síðan menn vou að vandræðast með kornabarn eftir flóðin miklu við Indlandshaf og stærðar hópur gaf sig fram og þóttist vera foreldrar þessa barns. þá var fyrirsögn í sama blaði þessi: „Allir vilja óþekkt barn“.
er svipað og þegar Ómar kallinn Ragnarsson var einhverntíma að lýsa dýrð óbyggðanna og var „heltekinn af fegurð“.
hef lengi ástundað markvissan tvískinnung í öllu því sem snýr að málefnum íslenskunnar; annars vegar fulltrúi þeirra afla sem vilja viðhalda málinu og halda í grónar hefðir (sem byggir á því að hafa þokkleg tök á þessu verkfæri til tjáningar) og hins vegar sem boðberi þeirrar kenningar að skiljanlegt mál sé rétt mál. sletti óhikað eins og menn hafa kynnst hér en markvisst.
síðustu misseri ber meira og meira á asnalegri hugsun í málnotkun í fjölmiðlun og það böggar mig meira en „röng“ málnotkun. t.d. þegar sagði í fyrirsögn í Frbl í vikunni: „Mannfall í Írak nær nýjum hæðum“. þetta finnst mér verra en bein þýðing á enskri hugsum (orðið á götunni segir) sem er að verða að viðteknu talmáli.
af öðrum toga er klaufaskapur:
fyndnasta dæmið um þetta er síðan menn vou að vandræðast með kornabarn eftir flóðin miklu við Indlandshaf og stærðar hópur gaf sig fram og þóttist vera foreldrar þessa barns. þá var fyrirsögn í sama blaði þessi: „Allir vilja óþekkt barn“.
er svipað og þegar Ómar kallinn Ragnarsson var einhverntíma að lýsa dýrð óbyggðanna og var „heltekinn af fegurð“.
24.11.06
400 kílómetrar
bara hreinlega man ekki hvort ég var búinn að miðla þessu hér en á svo vel við síðustu færslur að ég læt vaða. semsé bæði kveðskapur og umfjöllun um samgöngumál, ort seint í sumar eftir nokkrar ferðir:
Ég keyrði út úr bænum og bensín á tanknum var nóg.
Í Bakkaselsbrekkunni kom ég þó talsverðu í lóg.
Lét vaða yfir heiðina, í Blönduhlíð hugur hló.
VIÐLAG:
400 kílómetrar
400 kílómetrar
400 kílómetrar til þín.
Í Langadal lét ég mig hafa það að hægja aðeins á,
svo helvítis löggan á Blönduósi mátti alveg gá.
Læddist um Húnavatnssýslur og hundleiddist þá.
Svo vaknaði spurning og vissi ekki frekar en nú
hvort vert væri að æja í Staðarskála eða Brú,
svo ég brunaði framhjá – í áfangastað beiðst þú.
Það var þoka á heiðinni en heiðskírt við Fornahvamm.
Ég hentist nú áfram, lét geysa minn silfraða gamm,
en tafðist við húsbíl sem mátti ekki vita sitt vamm.
Á brúnni yfir fjörðinn blessa ég Halldór E.
og bruna svo næst undir Hvalfjörð sem ekkert sé.
Nú fer leiðin að styttast sem liggur frá A til B.
Hálft Ísland að baki og tunglið er úti að aka.
Í áfangastað veit ég verður af nógu að taka.
En verst er af öllu að bráðlega þarf ég til baka.
Ég keyrði út úr bænum og bensín á tanknum var nóg.
Í Bakkaselsbrekkunni kom ég þó talsverðu í lóg.
Lét vaða yfir heiðina, í Blönduhlíð hugur hló.
VIÐLAG:
400 kílómetrar
400 kílómetrar
400 kílómetrar til þín.
Í Langadal lét ég mig hafa það að hægja aðeins á,
svo helvítis löggan á Blönduósi mátti alveg gá.
Læddist um Húnavatnssýslur og hundleiddist þá.
Svo vaknaði spurning og vissi ekki frekar en nú
hvort vert væri að æja í Staðarskála eða Brú,
svo ég brunaði framhjá – í áfangastað beiðst þú.
Það var þoka á heiðinni en heiðskírt við Fornahvamm.
Ég hentist nú áfram, lét geysa minn silfraða gamm,
en tafðist við húsbíl sem mátti ekki vita sitt vamm.
Á brúnni yfir fjörðinn blessa ég Halldór E.
og bruna svo næst undir Hvalfjörð sem ekkert sé.
Nú fer leiðin að styttast sem liggur frá A til B.
Hálft Ísland að baki og tunglið er úti að aka.
Í áfangastað veit ég verður af nógu að taka.
En verst er af öllu að bráðlega þarf ég til baka.
23.11.06
Lögreglan á Blönduósi verðlaunuð fyrir gott fordæmi í umferðareftirliti
„Lögreglan á Blönduósi fékk í dag verðlaun fyrir gott fordæmi í umferðareftirliti. Verðlaunin voru veitt á umferðarþingi sem nú stendur yfir, en það var Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sem afhenti Bjarna Stefánssyni sýslumanni á Blönduósi verðlaunin sem nefnast Umferðarljósið. Sturla sagði að lögreglan á Blönduósi hefði að öðrum lögregluembættum ólöstuðum, sýnt gott fordæmi í umferðareftirliti.
Umferðarljósið er nú veitt í sjöunda sinn þeim aðila, einstaklingi, samtökum eða stofnun, sem unnið hafa sérstaklega árangursríkt og/eða eftirtektavert starf á sviði umferðaröryggismála, að því er segir í fréttatilkynningu.“
–það sem hér að ofan er skráð er stolið beint af þeim ágæt vef mbl.is og þakka ábendinguna.
af ofanskráðu er líka rétt að spyrja sig nokkurra spurninga og stundum tveggja undir sama lið:
1. hafa landsfrægar aðgerðir Blönduósslöggunnar haft áhrif á raunverulegt umferðaröryggi?
þ.e.: hefur slysum fækkað í þessu umdæmi á síðasta áratug eða svo? þá í réttu samhengi við aukna umferð og hertar aðgerðir téðrar löggu.
2. hefur mittismál sýslumannsins í Vestur Húnavatnssýslu aukist í réttu hlutfalli við innheimtu hraðaksturssekta í umdæminu? og er mér þá slétt sama hvort þarf að færa beltið um gat vegna meiri maga eða gildari pyngju.
3. hafa Blöduósslöggan, eða sýslumaðurinn í umdæminu, beitt sér fyriri vegabótum?
vegir eru víða stórhættulegir í umdæminu vegna þess einfaldlega að þeir eru ónýtir. gamlir, mjóir, signir og úreltir fyrir löngu.
4. hefur Blönduósslöggan það að markmiði að setja nýtt met á hverju ári í að sekta ökumenn fyrir hraðakstur? og ef svo er: er það réttlætanlegt að það sé markmið?
5. er rétt stefna að halda niðri umferðarhraða á Íslandi með ofbeldi af þessu tagi? þeas: er rétt að verðlauna það með þeim formerkjum að um gott fordæmi sé að ræða?
6. finnst einhverjum gaman að vera lengi að keyra um umdæmi sýslumannsins í Vestur Húnavatssýslu?
Umferðarljósið er nú veitt í sjöunda sinn þeim aðila, einstaklingi, samtökum eða stofnun, sem unnið hafa sérstaklega árangursríkt og/eða eftirtektavert starf á sviði umferðaröryggismála, að því er segir í fréttatilkynningu.“
–það sem hér að ofan er skráð er stolið beint af þeim ágæt vef mbl.is og þakka ábendinguna.
af ofanskráðu er líka rétt að spyrja sig nokkurra spurninga og stundum tveggja undir sama lið:
1. hafa landsfrægar aðgerðir Blönduósslöggunnar haft áhrif á raunverulegt umferðaröryggi?
þ.e.: hefur slysum fækkað í þessu umdæmi á síðasta áratug eða svo? þá í réttu samhengi við aukna umferð og hertar aðgerðir téðrar löggu.
2. hefur mittismál sýslumannsins í Vestur Húnavatnssýslu aukist í réttu hlutfalli við innheimtu hraðaksturssekta í umdæminu? og er mér þá slétt sama hvort þarf að færa beltið um gat vegna meiri maga eða gildari pyngju.
3. hafa Blöduósslöggan, eða sýslumaðurinn í umdæminu, beitt sér fyriri vegabótum?
vegir eru víða stórhættulegir í umdæminu vegna þess einfaldlega að þeir eru ónýtir. gamlir, mjóir, signir og úreltir fyrir löngu.
4. hefur Blönduósslöggan það að markmiði að setja nýtt met á hverju ári í að sekta ökumenn fyrir hraðakstur? og ef svo er: er það réttlætanlegt að það sé markmið?
5. er rétt stefna að halda niðri umferðarhraða á Íslandi með ofbeldi af þessu tagi? þeas: er rétt að verðlauna það með þeim formerkjum að um gott fordæmi sé að ræða?
6. finnst einhverjum gaman að vera lengi að keyra um umdæmi sýslumannsins í Vestur Húnavatssýslu?
ætlar aldrei að enda
hef rembst mikið við náttúrurómantík og sennilega birt þetta hér áður. sem er allt í lagi af því að þetta er laglega ort. haustkvæði frá því fyrir nokkrum árum hefst svo:
Litur á túnum er tekinn að gulna
því tíminn hann snýst eins og jörðin.
Það er liðið á sumar og ljós í glugga
berst langt út á fjörðinn.
Reynirinn ummyndar öll sín blóm í eldrauð ber.
Berin þau næra beyg fyrir vetri í brjósti mér.
---
annars er skollinn á fyrsti vetur í manna minnum sem ég kvíði ekki rassgat. ætla ekki einu sinni til Kanarí í janúar eins og venjulega.
Litur á túnum er tekinn að gulna
því tíminn hann snýst eins og jörðin.
Það er liðið á sumar og ljós í glugga
berst langt út á fjörðinn.
Reynirinn ummyndar öll sín blóm í eldrauð ber.
Berin þau næra beyg fyrir vetri í brjósti mér.
---
annars er skollinn á fyrsti vetur í manna minnum sem ég kvíði ekki rassgat. ætla ekki einu sinni til Kanarí í janúar eins og venjulega.
...og kveðið
var einhverra hluta vegna að rifja upp nokkur kvæði Sigfúsar frá Rauðavík áðan. sá var á góðum degi gott skáld. á einum stað í lok kvæðis er þetta erindi:
„...
Nóttin lófa sinn lagði
yfir lönd og höf.
Ennþá höfðum við hlotið
heiðríkjudag að gjöf.“
síðustu línurnar eru einhverjar þær alflottustu sem ég hef rekist á í ísleskri lýrík. stoltur af mínum kalli.
„...
Nóttin lófa sinn lagði
yfir lönd og höf.
Ennþá höfðum við hlotið
heiðríkjudag að gjöf.“
síðustu línurnar eru einhverjar þær alflottustu sem ég hef rekist á í ísleskri lýrík. stoltur af mínum kalli.
22.11.06
og enn er kveðið
Á Akureyri er um það bil
ekki neins að sakna.
Þar er fallegt þangað til
að þorpsbúarnir vakna.
– þetta er haft eftir Flosa Ólafssyni og er þekkt vísa. slæ henni fram hér mest til að gleðja hann Ella sem hefur allt á hornum sér sem að Akureyri snýr – enda innfæddur Akureyringur og ól hér manninn að miklu leyti fram á fimmtugsaldur. þeim mun merkilegra þar sem um er að ræða umburðarlynt gáfu- og ljúfmenni.
verstur fjandinn að í botn og grunn er ég sammála Flosa enda utanbæjarmaður eins og hann. hef ekki verið á Akureyri nema 30 ár eða svo. verða samt nokkrir þorpsbúar sem maður saknar ef og þegar maður tekur sig upp og fer, og merkilegt nokk, innfæddir sumir.
straumþung holræsi
VETUR
Urgar við ístennt þakskegg
héluð björk
á fallaskiptum brestur í svellum
og straumþung
bræða holræsi snjó af hlemmum
hrekk upp við skerandi són
og slekk á stillimyndinni.
– við að skoða þessar myndir sem voru teknar í Spítalaveginum á laugardaginn var rifjaðist upp kvæðið hér að ofan sem er úr Kveikisteinum. var ort á sínum tíma með hliðsjón af einmitt þessum fyrirbærum sem sjást á myndunum.
meiri tölfræði úr blöðunum
í framhaldi af pistlinum í gær er rétt að vekja athygli á annarri staðreynd um fjárframlög úr ríkissjóði síðasta áratug.
hef áður komið inn á samgöngumál og ónýtt vegakerfi enda búinn að hafa nokkur kynni af því kerfi og aldrei meiri en síðasta misserið.
í grein í Mogga í dag frá forstöðumanni flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu (sem hefur líka verið mikið á ferðinni um þjóðvegina veit ég) kemur fram að árið 1995 voru framlög til viðhalds vega tæpir tveir milljarðar en tíu árum síðar tveir komma sex. það er allt og sumt og við með ónýtt vegakerfi.
það er athyglisvert að bera þetta saman við tölur um útgjöld til þjóðkirkjunnar sem rúmlega tvöfölduðust á níu árum.
heildarframlög til vegamála voru 13,5 milljarðar árið 2005.
þakka ábendingu í kommenti sem varð til þess að kórvilla í færslunni var leiðrétt.
hef áður komið inn á samgöngumál og ónýtt vegakerfi enda búinn að hafa nokkur kynni af því kerfi og aldrei meiri en síðasta misserið.
í grein í Mogga í dag frá forstöðumanni flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu (sem hefur líka verið mikið á ferðinni um þjóðvegina veit ég) kemur fram að árið 1995 voru framlög til viðhalds vega tæpir tveir milljarðar en tíu árum síðar tveir komma sex. það er allt og sumt og við með ónýtt vegakerfi.
það er athyglisvert að bera þetta saman við tölur um útgjöld til þjóðkirkjunnar sem rúmlega tvöfölduðust á níu árum.
heildarframlög til vegamála voru 13,5 milljarðar árið 2005.
þakka ábendingu í kommenti sem varð til þess að kórvilla í færslunni var leiðrétt.
21.11.06
guði það sem guðs er
kunningjahópurinn er orðinn þess fullviss að ég sé haldinn þráhyggju sem snýst um trúmál og kirkju. er nú ekkert sammála því er rembist við að vera málpípa minnihlutans á þeim vettvangi; hinna trúlausu. nú ætla ég enn að höggva í þann knérunn (spurning hvort ég geti talið skógræktarmenn á að hefja ræktun og helst kynbætur á knérunnum).
en í Fréttablaðinu í dag, á síðu 20, er afar athyglisverð úttekt á útgjöldum ríkisins til þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga.
akkúrat núna ætla ég ekki í pælingar um aðskilnað ríkis og kirkju eða það sem ég hef talað fyrir lengi: einkavæðingu kirkjunnar. enn síður ætla ég að viðra skoðanir mínar á hugmyndinni um guð að þessu sinni.
aðeins greiðslur samfélagsins til þjóðkirkjunnar og vitna í þessa grein sem er einfaldlega byggð á gögnum úr fjárlögum ríkisins.
fram kemur að á næsta ári leggur ríkið þjóðkirkjunni til 3.839.000.000 kall. tæpa fjóra milljarða – og þetta framlag hefur meira en tvöfaldast á síðustu níu árum.
aukningin er mest í launum presta sem ríkið er skuldbundið til að greiða eftir samningi frá 1907. núna krónur 1.373.000.000 í laun sem dreifast á 139 stöðugildi. það eru tæpar tíu millur á haus.
fram kemur einnig að þjóðkirkjunni tilheyra 84% þjóðarinnar en af samanlögðum framlögum ríkisins til trúfélaga fær þjóðkirkjan 95%.
drjúgur hlutur teknanna kemur frá sóknargjöldum sem eru skattur. hafa tvöfaldast í krónutölu síðan 1998 með vaxandi tekjum. sem þýðir að þegar maður greiðir keisaranum skattinn er keisarinn um leið að innheimta fyrir kirkjuna – guði það sem guðs er. eða er það kannski klerknum það sem klerksins er?
þetta er sjálfvirkt kerfi og maður þarf að hafa fyrir því sjálfur að þessi skattur fari annað en í botnlausa hít kirkjunnar. þrautalendingin fyrir trúleysingja er Háskóli Íslands... eini valkosturinn sem ekki er trúfélag.
en í Fréttablaðinu í dag, á síðu 20, er afar athyglisverð úttekt á útgjöldum ríkisins til þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga.
akkúrat núna ætla ég ekki í pælingar um aðskilnað ríkis og kirkju eða það sem ég hef talað fyrir lengi: einkavæðingu kirkjunnar. enn síður ætla ég að viðra skoðanir mínar á hugmyndinni um guð að þessu sinni.
aðeins greiðslur samfélagsins til þjóðkirkjunnar og vitna í þessa grein sem er einfaldlega byggð á gögnum úr fjárlögum ríkisins.
fram kemur að á næsta ári leggur ríkið þjóðkirkjunni til 3.839.000.000 kall. tæpa fjóra milljarða – og þetta framlag hefur meira en tvöfaldast á síðustu níu árum.
aukningin er mest í launum presta sem ríkið er skuldbundið til að greiða eftir samningi frá 1907. núna krónur 1.373.000.000 í laun sem dreifast á 139 stöðugildi. það eru tæpar tíu millur á haus.
fram kemur einnig að þjóðkirkjunni tilheyra 84% þjóðarinnar en af samanlögðum framlögum ríkisins til trúfélaga fær þjóðkirkjan 95%.
drjúgur hlutur teknanna kemur frá sóknargjöldum sem eru skattur. hafa tvöfaldast í krónutölu síðan 1998 með vaxandi tekjum. sem þýðir að þegar maður greiðir keisaranum skattinn er keisarinn um leið að innheimta fyrir kirkjuna – guði það sem guðs er. eða er það kannski klerknum það sem klerksins er?
þetta er sjálfvirkt kerfi og maður þarf að hafa fyrir því sjálfur að þessi skattur fari annað en í botnlausa hít kirkjunnar. þrautalendingin fyrir trúleysingja er Háskóli Íslands... eini valkosturinn sem ekki er trúfélag.
20.11.06
öruggur staður til að vera á
fyrirsögnin er versta slagorð í samanlagðri slagorðasögu á Íslandi – fullkomið bull og þreytist aldrei á að minna á þetta.
og meðan ég er að slá þetta inn er þessi sami frasi sunginn í útvarpinu! Sverrir Páll hefur líka verið iðinn við að hnýta í þessi ósköp.
nóg um það. hér kemur bílasaga:
það ágæta fyrirtæki Ásprent Stíll er með 2 litla Ford sendibíla á rekstrarleigu frá Brimborg. nýir bílar sem voru teknir í notkun í vor leið. ágæt tæki og hafa reynst okkur vel. þangað til veturinn kom.
kom nefnilega í ljós að þegar kólna fer í veðri hitna bílarnir ekki. og svör umboðsins snúast um að díselbílar sem þessir séu þannig útbúnir að þetta sé bara svona. ekkert óeðlilegt við það að bílarnir séu bara alltaf kaldir og vatnshitamælirinn hreyrfist ekki. ef við erum ósátt við að nota bílinn ískaldan og skjálfandi af kulda sé bara að kaupa í hann sjálfstæða miðstöð!
þetta finnst mér fráleitt og hef lagt til að annaðhvort sjái umboðið um að settar verði miðstöðvar í bílana (á sinn kostnað) eða við skilum þeim ella. það er nefnilega beinlínis fráleitt að selja bíla á Íslandi sem eru bara nothæfir á sumrin. ekki síst sendibíla.
átti fyrir tæpum 30 árum gamla VW bjöllu sem var þessum ókosti búin eins og bjöllumenn þekkja. síðan hef ég ekki kynnst þessu fyrr en núna og búinn að láta þetta fara mikið í taugarnar á mér síðustu vikuna.
nú er þetta blogg semsagt farið að virka eins og Kvörtunarþjónusta Neytendasamtakanna.
og meðan ég er að slá þetta inn er þessi sami frasi sunginn í útvarpinu! Sverrir Páll hefur líka verið iðinn við að hnýta í þessi ósköp.
nóg um það. hér kemur bílasaga:
það ágæta fyrirtæki Ásprent Stíll er með 2 litla Ford sendibíla á rekstrarleigu frá Brimborg. nýir bílar sem voru teknir í notkun í vor leið. ágæt tæki og hafa reynst okkur vel. þangað til veturinn kom.
kom nefnilega í ljós að þegar kólna fer í veðri hitna bílarnir ekki. og svör umboðsins snúast um að díselbílar sem þessir séu þannig útbúnir að þetta sé bara svona. ekkert óeðlilegt við það að bílarnir séu bara alltaf kaldir og vatnshitamælirinn hreyrfist ekki. ef við erum ósátt við að nota bílinn ískaldan og skjálfandi af kulda sé bara að kaupa í hann sjálfstæða miðstöð!
þetta finnst mér fráleitt og hef lagt til að annaðhvort sjái umboðið um að settar verði miðstöðvar í bílana (á sinn kostnað) eða við skilum þeim ella. það er nefnilega beinlínis fráleitt að selja bíla á Íslandi sem eru bara nothæfir á sumrin. ekki síst sendibíla.
átti fyrir tæpum 30 árum gamla VW bjöllu sem var þessum ókosti búin eins og bjöllumenn þekkja. síðan hef ég ekki kynnst þessu fyrr en núna og búinn að láta þetta fara mikið í taugarnar á mér síðustu vikuna.
nú er þetta blogg semsagt farið að virka eins og Kvörtunarþjónusta Neytendasamtakanna.
18.11.06
búinn
heyrði á dögunum sögu sem er svo flott að ég verð að deila henni.
ágætur piltur, sem ég ætla ekki að nafngreina hér, var að að ljúka námi í lögfræði við Háskóla Íslands.
þegar hann kom út úr síðasta prófinu hringdi hann heim til mömmu:
– mamma, varst það ekki þú sem keyrðir mig í skólann þegar ég byrjaði í sex ára bekk?
– jú, auðvitað var það ég, svarar mamman.
– hélt það. heyrðu, þú mátt koma og sækja mig. ég er búinn.
ágætur piltur, sem ég ætla ekki að nafngreina hér, var að að ljúka námi í lögfræði við Háskóla Íslands.
þegar hann kom út úr síðasta prófinu hringdi hann heim til mömmu:
– mamma, varst það ekki þú sem keyrðir mig í skólann þegar ég byrjaði í sex ára bekk?
– jú, auðvitað var það ég, svarar mamman.
– hélt það. heyrðu, þú mátt koma og sækja mig. ég er búinn.
17.11.06
nugga sér utaní
eftir skemmtilegt kjaftæði um trúarinnrætingu á öðru bloggi rifjaðist upp vísa eftir prófessor Jón Helgason.
Jón er reyndar eitt af albestu skáldum sem Ísland hefur alið og slíkur höfuðsnillingur lýríkur, tungumáls og brageyra að það er vel við hæfi að vitna í hann að nýlokum degi íslenskrar tungu. vísan er (eftir minni) svona:
Ef allt þetta fólk fær í gullsölum himnanna gist
sem gerir sér mat úr að nugga sér utan í krist,
þá vaknar sú spurning að lokum hvort mikils sé misst
þótt maður að síðustu lendi í annarri vist.
Jón er reyndar eitt af albestu skáldum sem Ísland hefur alið og slíkur höfuðsnillingur lýríkur, tungumáls og brageyra að það er vel við hæfi að vitna í hann að nýlokum degi íslenskrar tungu. vísan er (eftir minni) svona:
Ef allt þetta fólk fær í gullsölum himnanna gist
sem gerir sér mat úr að nugga sér utan í krist,
þá vaknar sú spurning að lokum hvort mikils sé misst
þótt maður að síðustu lendi í annarri vist.
15.11.06
hallarbylting í undirheimum
enn vitna ég í það ágæta Fréttablað, að þessu sinni í grjóthörðu auglýsingaskyni fyrir bókaútgáfuna Uppheima. í rtidómi um nýjustu bók Ævars Arnar Jósepssonar segir m.a.:
„...Ný glæpasaga hans, „Sá yðar sem syndlaus er“ er hans besta hingað til. Og telst reyndar til bestu glæpasagna sem íslenskur hefur sent frá sér. [...] Í ritdómi um Blóðberg, síðustu bók Ævars Arnar Jósepssonar, sem birtist í DV, var því haldið fram að höfundur gerði tilkall til krúnunnar þeirrar sem Arnaldur Indriðason hefur borið sem konungur hins íslenska krimma. Ekki verður betur séð en Ævar hrifsi hana nú til sín með „Sá yðar sem syndlaus er“. ...
undir þetta skrifar Jakob Bjarnar Grétarsson og gefur bókinni fjórar stjörnur af fimm mögulegum.
þessi bók Ævars frá í fyrra, Blóðberg, var í gær tilnefnd fyrir Íslands hönd til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna.
þetta er ágætt veganesti í jólabókaslaginn og er satt að segja sammála þessu. las bókina í handriti um daginn eins og fram hefur komið og fannst hún verulega fín sem slík. hef gert talsvert af því að lesa glæpasögur hin síðari ár og finnst Ævar góður. svo er maðurinn bráðskemmtilegur líka, kynntist honum lítillega um síðustu helgi í stórveislu hjá þessu ágæta bókaforlagi.
„...Ný glæpasaga hans, „Sá yðar sem syndlaus er“ er hans besta hingað til. Og telst reyndar til bestu glæpasagna sem íslenskur hefur sent frá sér. [...] Í ritdómi um Blóðberg, síðustu bók Ævars Arnar Jósepssonar, sem birtist í DV, var því haldið fram að höfundur gerði tilkall til krúnunnar þeirrar sem Arnaldur Indriðason hefur borið sem konungur hins íslenska krimma. Ekki verður betur séð en Ævar hrifsi hana nú til sín með „Sá yðar sem syndlaus er“. ...
undir þetta skrifar Jakob Bjarnar Grétarsson og gefur bókinni fjórar stjörnur af fimm mögulegum.
þessi bók Ævars frá í fyrra, Blóðberg, var í gær tilnefnd fyrir Íslands hönd til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna.
þetta er ágætt veganesti í jólabókaslaginn og er satt að segja sammála þessu. las bókina í handriti um daginn eins og fram hefur komið og fannst hún verulega fín sem slík. hef gert talsvert af því að lesa glæpasögur hin síðari ár og finnst Ævar góður. svo er maðurinn bráðskemmtilegur líka, kynntist honum lítillega um síðustu helgi í stórveislu hjá þessu ágæta bókaforlagi.
14.11.06
Global Orgasm
las í málgagninu áðan ekkifrétt um að í Kaliforníu væri starfræktur sá merkilegi félagsskapur Global Orgasm. hefur það göfuga markmið að vinna að og hvetja til að sem stærstur hluti mannkyns fái fullnægingu þann 22. desember nk.
ástæðunni fyrir dagsetningunni fylgdu útskýringar sem ég skildi ekkert í enda fallisti í nýaldarfræðum. þetta er nú samt soldið gott markmið því vissulega væri heimurinn betri ef fleiri fengju fullnæginu oftar. enda fátt skemmtilegra.
hins vegar fylgdu þessu engar leiðbeiningar eða nokkurs konar skilyrði og verður að teljast vafasamt enda skuggahliðar á fýsnunum.
margt af því andstyggilegasta í fari mannskepnunnar snýst nefnilega einmitt um að fá fullnægingu og aðgerðir til þess. þá er ég að tala um útrás ýmiss konar perversjóna – barnaníðinga, nauðgara, náriðla og dýraníðinga svo einhverjir séu nefndir. eiga þeir líka að stefna að því að sleppa fram af sér beislinu á vetrarsólstöðum fyrir góðan málstað? um fengitímann miðjan.
sennilega er þessi selskapur skipaður rosknum útreyktum hippum sem telja sig góða ef þeir ná honum upp einu sinni á ári og vonast til að komast yfir kvenmannsbelg á þessum forsendum. gangi þeim vel.
ástæðunni fyrir dagsetningunni fylgdu útskýringar sem ég skildi ekkert í enda fallisti í nýaldarfræðum. þetta er nú samt soldið gott markmið því vissulega væri heimurinn betri ef fleiri fengju fullnæginu oftar. enda fátt skemmtilegra.
hins vegar fylgdu þessu engar leiðbeiningar eða nokkurs konar skilyrði og verður að teljast vafasamt enda skuggahliðar á fýsnunum.
margt af því andstyggilegasta í fari mannskepnunnar snýst nefnilega einmitt um að fá fullnægingu og aðgerðir til þess. þá er ég að tala um útrás ýmiss konar perversjóna – barnaníðinga, nauðgara, náriðla og dýraníðinga svo einhverjir séu nefndir. eiga þeir líka að stefna að því að sleppa fram af sér beislinu á vetrarsólstöðum fyrir góðan málstað? um fengitímann miðjan.
sennilega er þessi selskapur skipaður rosknum útreyktum hippum sem telja sig góða ef þeir ná honum upp einu sinni á ári og vonast til að komast yfir kvenmannsbelg á þessum forsendum. gangi þeim vel.
13.11.06
fjórðungi bregður til nafns
hef undanfarið reynt að rifja upp þessa gömlu þulu um fjórðungana sem manni bregður til en var ekki fyrr en í dag sem ég mundi síðasta hlutann. frasinn er einhvern veginn svona:
fjórðungi bregður til föður
fjórðungi bregður til móður
fjórðungi bregður til fósturs
fjórðungi bregður til nafns
að upplegg hverrar manneskju ráðist af þessum þáttum í þessum hlutföllum. alþýðuspeki er ágæt en vafasamt að líta á hana sem algild sannindi.
ástæðan fyrir því að þetta rifjaðist upp er tillaga Björns Inga og kumpána um að leggja mannanafnanefnd niður og treysta foreldrum fyrir nöfnum barna sinna.
þetta er tímamótatillaga og mér finnst hún fín. væri gaman að vita hvenær síðast kom fram eitthvað á vettvangi hins opinbera sem miðar að því að draga úr forsjárhyggju og opinberum afskiptum af einstaklingum. þörf kerfisins til að hafa vit fyrir almúganum er sívaxandi og tala nú ekki um eftirlitsapparötin sem þenjast út. allt með þeim formerkjum að vernda okkur fíflin hvert fyrir öðru og einkanlega okkur sjálfum.
Ögmundur lét hafa eftir sér um daginn að farið hefði fé betra ef bankarnir yrðu fluttir úr landi. það er órtúleg yfirlýsing en ég vil snúa henni upp á mannanafnanefnd og óska henni út í hafsauga.
og þegar búið verður að leggja hana niður vil ég að menn haldi áfram og sýni fólkinu í landinu það traust að fá að velja sjálft og hafna á fleiri sviðum; t.d. hvort maður tekur „íslenskt“ neftóbak (sem er leyfilegt fíkniefni) í nefið eða hvort maður tekur „innflutt“ neftóbak (sem er ólöglegt fíkniefni) í nefið.
fjórðungi bregður til föður
fjórðungi bregður til móður
fjórðungi bregður til fósturs
fjórðungi bregður til nafns
að upplegg hverrar manneskju ráðist af þessum þáttum í þessum hlutföllum. alþýðuspeki er ágæt en vafasamt að líta á hana sem algild sannindi.
ástæðan fyrir því að þetta rifjaðist upp er tillaga Björns Inga og kumpána um að leggja mannanafnanefnd niður og treysta foreldrum fyrir nöfnum barna sinna.
þetta er tímamótatillaga og mér finnst hún fín. væri gaman að vita hvenær síðast kom fram eitthvað á vettvangi hins opinbera sem miðar að því að draga úr forsjárhyggju og opinberum afskiptum af einstaklingum. þörf kerfisins til að hafa vit fyrir almúganum er sívaxandi og tala nú ekki um eftirlitsapparötin sem þenjast út. allt með þeim formerkjum að vernda okkur fíflin hvert fyrir öðru og einkanlega okkur sjálfum.
Ögmundur lét hafa eftir sér um daginn að farið hefði fé betra ef bankarnir yrðu fluttir úr landi. það er órtúleg yfirlýsing en ég vil snúa henni upp á mannanafnanefnd og óska henni út í hafsauga.
og þegar búið verður að leggja hana niður vil ég að menn haldi áfram og sýni fólkinu í landinu það traust að fá að velja sjálft og hafna á fleiri sviðum; t.d. hvort maður tekur „íslenskt“ neftóbak (sem er leyfilegt fíkniefni) í nefið eða hvort maður tekur „innflutt“ neftóbak (sem er ólöglegt fíkniefni) í nefið.
9.11.06
fleira er matur en feitt ket
fyrst er að þakka skemmtileg viðbrögð við síðustu færslu.
eftir að hafa lýst því yfir í sumar leið að ætla að fara að taka þátt í mannlífinu, fylgjast með og jafnvel mynda mér skoðanir af og til, hef ég reynt að fletta Fréttablaðinu nokkrum sinnum í viku. sem er fínt en get ekki sagt að það hafi gert mig að betri manni ennþá – efast satt að segja um að svo verði þótt ekki sé vanþörf á.
mest hef ég nefnilega gaman af slúðurfréttunum sem eru afar forvitnilegt fyribæri. veit t.d. orðið ýmislegt um skilnað Pauls og Heatherar enda lesið sömu fréttina með lítið breyttu orðalagi í hverju tölublaðinu á fætur öðru. og undanfarnar vikur líður ekki sá dagur að Hasselhoff garmurinn fái ekki nokkra dálksentímetra. þeir pistlar nálgast hámark ekkifréttamennskunnar, bull um ekkert. svo núna síðast er poppdrottningin unga að skilja, þessi elska. hvað verður nú um Britney og börnin?
áhugi mannskepnunnar á einkalífi ókunnugra er merkilegur. hef kynnst ótrúlegum slúðurkellingum (þær svæsnustu karlkyns) sem lifa fyrir það að smjatta á intím upplýsingum um ókunnuga, helst hvers konar gönuhlaup á fylliríi eða ástarfari. þetta pirrar mig því það er ekki áhugi á fólki – þetta er áhugi á slúðri, oftast rætnu.
þrífst auðvitað best í litlum samfélögum þar sem hægt er að hafa yfirsýn yfir alla en þegar borgarsamfélagið tekur við og einstaklingarnir geta horfið í fjöldann er það slúðrið um hina frægu sem tekur við. frægð Hasselhoffs um þessar mundir virðist snúast um það eitt að gegna þessu hlutverki.
þekki líka fólk sem veit allt um alla en á öðrum forsendum; semsé raunverulegum áhuga á öðrum manneskjum. er allt annars eðlis og stundum gaman að fletta upp í gagnabönkum í kolli slíkra.
um einn kunningja minn sagði ég einhvern tíma að hann þekkti ekki bara ættir og uppruna allra Íslendinga, hann þekkti þá alla persónulega. eru ekkert svo svæsnar ýkjur.
fyrir einfara sem svona almennt er frekar illa við annað fólk er þessi eiginleiki framandlegur.
eftir að hafa lýst því yfir í sumar leið að ætla að fara að taka þátt í mannlífinu, fylgjast með og jafnvel mynda mér skoðanir af og til, hef ég reynt að fletta Fréttablaðinu nokkrum sinnum í viku. sem er fínt en get ekki sagt að það hafi gert mig að betri manni ennþá – efast satt að segja um að svo verði þótt ekki sé vanþörf á.
mest hef ég nefnilega gaman af slúðurfréttunum sem eru afar forvitnilegt fyribæri. veit t.d. orðið ýmislegt um skilnað Pauls og Heatherar enda lesið sömu fréttina með lítið breyttu orðalagi í hverju tölublaðinu á fætur öðru. og undanfarnar vikur líður ekki sá dagur að Hasselhoff garmurinn fái ekki nokkra dálksentímetra. þeir pistlar nálgast hámark ekkifréttamennskunnar, bull um ekkert. svo núna síðast er poppdrottningin unga að skilja, þessi elska. hvað verður nú um Britney og börnin?
áhugi mannskepnunnar á einkalífi ókunnugra er merkilegur. hef kynnst ótrúlegum slúðurkellingum (þær svæsnustu karlkyns) sem lifa fyrir það að smjatta á intím upplýsingum um ókunnuga, helst hvers konar gönuhlaup á fylliríi eða ástarfari. þetta pirrar mig því það er ekki áhugi á fólki – þetta er áhugi á slúðri, oftast rætnu.
þrífst auðvitað best í litlum samfélögum þar sem hægt er að hafa yfirsýn yfir alla en þegar borgarsamfélagið tekur við og einstaklingarnir geta horfið í fjöldann er það slúðrið um hina frægu sem tekur við. frægð Hasselhoffs um þessar mundir virðist snúast um það eitt að gegna þessu hlutverki.
þekki líka fólk sem veit allt um alla en á öðrum forsendum; semsé raunverulegum áhuga á öðrum manneskjum. er allt annars eðlis og stundum gaman að fletta upp í gagnabönkum í kolli slíkra.
um einn kunningja minn sagði ég einhvern tíma að hann þekkti ekki bara ættir og uppruna allra Íslendinga, hann þekkti þá alla persónulega. eru ekkert svo svæsnar ýkjur.
fyrir einfara sem svona almennt er frekar illa við annað fólk er þessi eiginleiki framandlegur.
8.11.06
eignaupptaka
hér er enn eitt málefnið sem mér hefur verið bent á undanfarið: áformuð eða þegar framgengin eignaupptaka íslenska ríkisins á jarðeignum einstaklinga – Þjóðlendumálið.
skrifa þetta núna vegna greinar í Fréttablaðinu í dag þar sem greint er frá því að Óbyggðanefnd svokölluð geri fyrir hönd ríkisins tilkall til níutíu prósenta einnar jarðar í einkaeign. við erum að vísu að tala um stærstu jörð landsins, Reykjahlíð í Mývatnssveit, en sama samt.
jörðin er skilgreind með ýmiss konar gögnum og dómum allt aftur á 16. öld svo eignarhald ætti ekki að velkjast í vafa.
að svo stöddu ætla ég ekki að viðra neina skoðun á málinu en vonast til að fá viðbrögð frá þeim sem hana hafa. veit um lesendur með víðtæka þekkingu á málinu... nú er að láta í sér heyra!
skrifa þetta núna vegna greinar í Fréttablaðinu í dag þar sem greint er frá því að Óbyggðanefnd svokölluð geri fyrir hönd ríkisins tilkall til níutíu prósenta einnar jarðar í einkaeign. við erum að vísu að tala um stærstu jörð landsins, Reykjahlíð í Mývatnssveit, en sama samt.
jörðin er skilgreind með ýmiss konar gögnum og dómum allt aftur á 16. öld svo eignarhald ætti ekki að velkjast í vafa.
að svo stöddu ætla ég ekki að viðra neina skoðun á málinu en vonast til að fá viðbrögð frá þeim sem hana hafa. veit um lesendur með víðtæka þekkingu á málinu... nú er að láta í sér heyra!
6.11.06
kvæðið um bátana
fyrir tæpu ári sat ég í flugvél til Reykjavíkur á leið á útgáfuhátíð Uppheima. í sætunum fyrir framan mig voru strákur og stelpa, svona 15 eða 16 ára og kjöftuðu út í eitt, endalaust innantómt heimskubull sem ég lét fara í taugarnar á mér eins og asni.
yfir Faxaflóa komum við niður úr skýjabakkanum og á úfnum sjónum ultu nokkrir smábátar og þá gall í stelputrippinu:
„BÁTAR! djöfull eru þeir litlir eitthvað – miðað við sjóinn!“
þetta fannst mér hrein snilld og fór með þetta sem ljóð fyrir m.a. Þorstein frá Hamri og Gyrði Elíasson hálftíma síðar – held að þeim hafi nú ekki fundist alveg eins mikið til koma en samt, póesían í mannlífinu getur verið skemmtileg.
yfir Faxaflóa komum við niður úr skýjabakkanum og á úfnum sjónum ultu nokkrir smábátar og þá gall í stelputrippinu:
„BÁTAR! djöfull eru þeir litlir eitthvað – miðað við sjóinn!“
þetta fannst mér hrein snilld og fór með þetta sem ljóð fyrir m.a. Þorstein frá Hamri og Gyrði Elíasson hálftíma síðar – held að þeim hafi nú ekki fundist alveg eins mikið til koma en samt, póesían í mannlífinu getur verið skemmtileg.
5.11.06
útsýni til sölu!
þetta er einn vinkillinn á útsýninu af efri hæðinni á Spítalavegi 15. ekki missa af þessu einstaka tækifæri!
sést inn allan fjörð og út á Kaldbak með góðum vilja...
myndin var tekin um nótt í júní sl. og í kvæði síðan þá segir:
„Í heiðinni hafa fannirnar nú hopað fyrir sumargrænum kjól
og björgin fyrir handan eru bleik um miðja nótt af ungri sól...“
3.11.06
listaverkakaup
fyrir stuttu varð ég vitni að því þegar sextugur kall (eða þar um bil) keypti myndlist í fyrsta sinn.
málverk og ekki eitt heldur tvö.
svosem ekki í frásögur færandi nema af því að kaupandinn er fyrrverandi fyllibytta og dópisti sem á við geðræn vandamál að glíma. og hafði ákveðið þremur dögum fyrr að byrja að safna listaverkum.
þessi fyrstu listaverkakaup sín gerði hann við ágætan amatör sem heillaði hann með myndunum, ekki vegna þess að það væri sjálfgefin ábatasöm fjárfesting heldur af því að verkin heilluðu.
og aðspurður hvort hann væri borgunarmaður fyrir þessu (við erum að tala um hundaðþúsundkalla hér) átti hann einfalt svar sem er eitt það flottasta sem ég hef heyrt lengi:
„ég get alveg eins keypt málverk eins og ég gat keypt eiturlyf.“
það er nefnilega þannig, frumþöfunum fullnægir maður, hversu blankur sem maður kann að vera.
málverk og ekki eitt heldur tvö.
svosem ekki í frásögur færandi nema af því að kaupandinn er fyrrverandi fyllibytta og dópisti sem á við geðræn vandamál að glíma. og hafði ákveðið þremur dögum fyrr að byrja að safna listaverkum.
þessi fyrstu listaverkakaup sín gerði hann við ágætan amatör sem heillaði hann með myndunum, ekki vegna þess að það væri sjálfgefin ábatasöm fjárfesting heldur af því að verkin heilluðu.
og aðspurður hvort hann væri borgunarmaður fyrir þessu (við erum að tala um hundaðþúsundkalla hér) átti hann einfalt svar sem er eitt það flottasta sem ég hef heyrt lengi:
„ég get alveg eins keypt málverk eins og ég gat keypt eiturlyf.“
það er nefnilega þannig, frumþöfunum fullnægir maður, hversu blankur sem maður kann að vera.
uppgjör
nú dregur til tíðinda. vona ég. algjört uppgjör við fyrri hluta ævinnar framundan.
áformin eru semsé þau að taka sig upp og brenna norðlensku brýrnar að baki. setjast að í höfuðborginni og skipta um líf.
hef pælt þetta í nokkrar vikur og stefnan er sett á flutninga um áramót ef allt gengur upp. og það er ýmislegt sem þarf að ganga upp.
fyrst er að tryggja sér vinnu sem ég vil vinna og á kjörum sem ég sætti mig við. það er í bullandi vinnslu og lofar góðu. hef í sjálfu sér ekki miklar áhyggjur af því lengur.
í dag fór íbúðin í Spítalaveginum á sölu. orðin 23 ár síðan hún var keypt og verður skrítið ef og þegar hún selst að sjá eftir henni. en orðinn sannfærður um að kominn sé tími á að loka þessum dyrum. en mikið rosalega mun ég sakna útsýnisins um stofugluggana.
áformin eru einfaldlega að hefja nýtt líf. leggja fortíðina að baki eins mikið og skynsamlegt er og taka upp nýja siði á nýjum stað. er of gamalgróinn í innbænum til að eiga möguleika á slíku hér. eins og Akureyri er að mörgu leyti æðisleg getur hún farið verulega í taugarnar á manni. ætla samt alls ekki að taka undir með þeim sem þurfa sífellt að baknaga bæinn.
hvað tekur við er óskrifað blað – hvað það verður veit nú enginn – en ætla að búa til nýja tilveru. með mitt fólk í námunda við mig, ættingja og vini og tala nú ekki um stelpuna sem ég er skotinn í.
ungana mína þrjá verð ég að skilja eftir en ef mér tekst að tækla þetta vel þá verður það ekkert vandamál þannig séð og óvíst að samskipti verði mikið minni en þau eru núna.
hlakka til.
áformin eru semsé þau að taka sig upp og brenna norðlensku brýrnar að baki. setjast að í höfuðborginni og skipta um líf.
hef pælt þetta í nokkrar vikur og stefnan er sett á flutninga um áramót ef allt gengur upp. og það er ýmislegt sem þarf að ganga upp.
fyrst er að tryggja sér vinnu sem ég vil vinna og á kjörum sem ég sætti mig við. það er í bullandi vinnslu og lofar góðu. hef í sjálfu sér ekki miklar áhyggjur af því lengur.
í dag fór íbúðin í Spítalaveginum á sölu. orðin 23 ár síðan hún var keypt og verður skrítið ef og þegar hún selst að sjá eftir henni. en orðinn sannfærður um að kominn sé tími á að loka þessum dyrum. en mikið rosalega mun ég sakna útsýnisins um stofugluggana.
áformin eru einfaldlega að hefja nýtt líf. leggja fortíðina að baki eins mikið og skynsamlegt er og taka upp nýja siði á nýjum stað. er of gamalgróinn í innbænum til að eiga möguleika á slíku hér. eins og Akureyri er að mörgu leyti æðisleg getur hún farið verulega í taugarnar á manni. ætla samt alls ekki að taka undir með þeim sem þurfa sífellt að baknaga bæinn.
hvað tekur við er óskrifað blað – hvað það verður veit nú enginn – en ætla að búa til nýja tilveru. með mitt fólk í námunda við mig, ættingja og vini og tala nú ekki um stelpuna sem ég er skotinn í.
ungana mína þrjá verð ég að skilja eftir en ef mér tekst að tækla þetta vel þá verður það ekkert vandamál þannig séð og óvíst að samskipti verði mikið minni en þau eru núna.
hlakka til.
2.11.06
kellingar
fékk ádrepu í tölvupósti eftir svar við ályktun félaga Chriztians á síðustu færslu. verð að útskýra mál mitt örlítið nánar svo hausinn haldi áfram að hanga áfastur við búkinn:
kellingar eru skrítið fyribæri. og í þessum pistli er hugtakið notað um fólk með ákveðin einkenni óháð kyni eða kynhneigð.
fyrir svosem aldarfjórðungi eða svo skilgreindum við tveir félagar þetta hugtak upp á nýtt til að auðvelda okkur lífið.
kelling er almennt séð leiðinleg, þröngsýn manneskja sem er hvað mest í því að fylgja settum reglum um viðtekna meðalhegðun og siði auk þess að stunda svona almennt bögg á alla þá sem kjósa að gera það ekki. kellingar nöldra yfir öllu og eru yfir höfuð slakur félagsskapur. þær kvarta í Rúmfó yfir því að kertið hafi brunnið of fljótt niður. þannig lið.
það er ekki margt sem ég er hörudssár yfir – en þegar á að fara að stimpla mig sem karlrembu er það óverðskuldað. því ég þekki fleiri karlkyns kellingar en kvenkyns.
kellingar eru skrítið fyribæri. og í þessum pistli er hugtakið notað um fólk með ákveðin einkenni óháð kyni eða kynhneigð.
fyrir svosem aldarfjórðungi eða svo skilgreindum við tveir félagar þetta hugtak upp á nýtt til að auðvelda okkur lífið.
kelling er almennt séð leiðinleg, þröngsýn manneskja sem er hvað mest í því að fylgja settum reglum um viðtekna meðalhegðun og siði auk þess að stunda svona almennt bögg á alla þá sem kjósa að gera það ekki. kellingar nöldra yfir öllu og eru yfir höfuð slakur félagsskapur. þær kvarta í Rúmfó yfir því að kertið hafi brunnið of fljótt niður. þannig lið.
það er ekki margt sem ég er hörudssár yfir – en þegar á að fara að stimpla mig sem karlrembu er það óverðskuldað. því ég þekki fleiri karlkyns kellingar en kvenkyns.
1.11.06
að hafa vit fyrir öðrum
var staddur í vinnuerindum í Hrafnagilsskóla í morgun og spjallaði við Karl skólastjóra. hrósaði honum í hástert fyrir leiktækin á skólalóðinni sem þeir félagar Georg Hollanders og Helgi Þórsson hafa smíðað. m.a. forláta víkingaskip.
heimamenn eru stoltir af þessu og vilja halda áfram á sömu braut en þá er við óvígan kerfisher forsjárhyggjunnar að etja. stórbýlisherdís vill þetta helst burtu.
ekki vegna þess að þessi frábæru leiktæki standi ekki evrópustaðla, því það gera þau vissulega. en þau fást ekki vottuð af til þess bærum aðilum.
í öðru spjalli í gærkvöldi var niðurstaðan sú að velmeinandi, eins og forsjárhyggjan er yfirleytt alltaf, er hún að verða svo ríkjandi að manni stendur stuggur af því. og smeygir sér hvarvetna inn án þess að nokkur taki eftir því. sennilega af því að við höfum það almennt svo helvíti gott að við nennum ekki að huga að öðru en að hafa það enn betra. og eftirlits- og forsjársýstemið þenst út eins og púkinn á fjósbitanum með það að markmiði að vernda okkur fyrir okkur sjálfum og hvert fyrir öðru.
ljósi punkturinn í þessari umræðu í morgun var sá að þegar til þess bær opinber embættismaður tók leiktækin út, sýndi hann manndóm og frumkvæði og fann glufu í kerfinu. skilgreindi mannvirkin sem listaverk með notagildi. og það heldur enn.
listin getur verið góð til síns brúks!
heimamenn eru stoltir af þessu og vilja halda áfram á sömu braut en þá er við óvígan kerfisher forsjárhyggjunnar að etja. stórbýlisherdís vill þetta helst burtu.
ekki vegna þess að þessi frábæru leiktæki standi ekki evrópustaðla, því það gera þau vissulega. en þau fást ekki vottuð af til þess bærum aðilum.
í öðru spjalli í gærkvöldi var niðurstaðan sú að velmeinandi, eins og forsjárhyggjan er yfirleytt alltaf, er hún að verða svo ríkjandi að manni stendur stuggur af því. og smeygir sér hvarvetna inn án þess að nokkur taki eftir því. sennilega af því að við höfum það almennt svo helvíti gott að við nennum ekki að huga að öðru en að hafa það enn betra. og eftirlits- og forsjársýstemið þenst út eins og púkinn á fjósbitanum með það að markmiði að vernda okkur fyrir okkur sjálfum og hvert fyrir öðru.
ljósi punkturinn í þessari umræðu í morgun var sá að þegar til þess bær opinber embættismaður tók leiktækin út, sýndi hann manndóm og frumkvæði og fann glufu í kerfinu. skilgreindi mannvirkin sem listaverk með notagildi. og það heldur enn.
listin getur verið góð til síns brúks!