400 kílómetrar
bara hreinlega man ekki hvort ég var búinn að miðla þessu hér en á svo vel við síðustu færslur að ég læt vaða. semsé bæði kveðskapur og umfjöllun um samgöngumál, ort seint í sumar eftir nokkrar ferðir:
Ég keyrði út úr bænum og bensín á tanknum var nóg.
Í Bakkaselsbrekkunni kom ég þó talsverðu í lóg.
Lét vaða yfir heiðina, í Blönduhlíð hugur hló.
VIÐLAG:
400 kílómetrar
400 kílómetrar
400 kílómetrar til þín.
Í Langadal lét ég mig hafa það að hægja aðeins á,
svo helvítis löggan á Blönduósi mátti alveg gá.
Læddist um Húnavatnssýslur og hundleiddist þá.
Svo vaknaði spurning og vissi ekki frekar en nú
hvort vert væri að æja í Staðarskála eða Brú,
svo ég brunaði framhjá – í áfangastað beiðst þú.
Það var þoka á heiðinni en heiðskírt við Fornahvamm.
Ég hentist nú áfram, lét geysa minn silfraða gamm,
en tafðist við húsbíl sem mátti ekki vita sitt vamm.
Á brúnni yfir fjörðinn blessa ég Halldór E.
og bruna svo næst undir Hvalfjörð sem ekkert sé.
Nú fer leiðin að styttast sem liggur frá A til B.
Hálft Ísland að baki og tunglið er úti að aka.
Í áfangastað veit ég verður af nógu að taka.
En verst er af öllu að bráðlega þarf ég til baka.
Ég keyrði út úr bænum og bensín á tanknum var nóg.
Í Bakkaselsbrekkunni kom ég þó talsverðu í lóg.
Lét vaða yfir heiðina, í Blönduhlíð hugur hló.
VIÐLAG:
400 kílómetrar
400 kílómetrar
400 kílómetrar til þín.
Í Langadal lét ég mig hafa það að hægja aðeins á,
svo helvítis löggan á Blönduósi mátti alveg gá.
Læddist um Húnavatnssýslur og hundleiddist þá.
Svo vaknaði spurning og vissi ekki frekar en nú
hvort vert væri að æja í Staðarskála eða Brú,
svo ég brunaði framhjá – í áfangastað beiðst þú.
Það var þoka á heiðinni en heiðskírt við Fornahvamm.
Ég hentist nú áfram, lét geysa minn silfraða gamm,
en tafðist við húsbíl sem mátti ekki vita sitt vamm.
Á brúnni yfir fjörðinn blessa ég Halldór E.
og bruna svo næst undir Hvalfjörð sem ekkert sé.
Nú fer leiðin að styttast sem liggur frá A til B.
Hálft Ísland að baki og tunglið er úti að aka.
Í áfangastað veit ég verður af nógu að taka.
En verst er af öllu að bráðlega þarf ég til baka.
2 Comments:
Þetta er skemmtilegur orðaleikur á annars þreytandi leið.
En gulrótin styttir leiðina sennilega um euinhverja kílómetra. Og eftir að hafa étið hana er alltaf hægt að hlakka til að éta hana aftur og aftur og aftur.
En svo er líka hægt að komast hjá því að fara þessa leið og flytja suður.
heheheh. frasinn um Staðarskála og Brú virðist höfða til allra. annars er þetta sameiginleg reynsla allra sem fara þessa leið annað slagið eða oft.
og sannarlega styttir gulrótin ferðina aðra leiðina. enda tekur þetta ekki langan tíma í flutningi. varð þó til á norðurleiðinni... annars eru það bara asnar sem elta gulrót. þessi er virði hvers kílómetra.
eini munurinn við að flytja þarna á milli er að hin áttin verður leiðin heim. ekki eins og Eyjafjörður og allt sem þar er hætti að vera til eða draga mann til sín.
Skrifa ummæli
<< Home