23.11.06

ætlar aldrei að enda

hef rembst mikið við náttúrurómantík og sennilega birt þetta hér áður. sem er allt í lagi af því að þetta er laglega ort. haustkvæði frá því fyrir nokkrum árum hefst svo:

Litur á túnum er tekinn að gulna
því tíminn hann snýst eins og jörðin.
Það er liðið á sumar og ljós í glugga
berst langt út á fjörðinn.

Reynirinn ummyndar öll sín blóm í eldrauð ber.
Berin þau næra beyg fyrir vetri í brjósti mér.

---

annars er skollinn á fyrsti vetur í manna minnum sem ég kvíði ekki rassgat. ætla ekki einu sinni til Kanarí í janúar eins og venjulega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home