hallarbylting í undirheimum
enn vitna ég í það ágæta Fréttablað, að þessu sinni í grjóthörðu auglýsingaskyni fyrir bókaútgáfuna Uppheima. í rtidómi um nýjustu bók Ævars Arnar Jósepssonar segir m.a.:
„...Ný glæpasaga hans, „Sá yðar sem syndlaus er“ er hans besta hingað til. Og telst reyndar til bestu glæpasagna sem íslenskur hefur sent frá sér. [...] Í ritdómi um Blóðberg, síðustu bók Ævars Arnar Jósepssonar, sem birtist í DV, var því haldið fram að höfundur gerði tilkall til krúnunnar þeirrar sem Arnaldur Indriðason hefur borið sem konungur hins íslenska krimma. Ekki verður betur séð en Ævar hrifsi hana nú til sín með „Sá yðar sem syndlaus er“. ...
undir þetta skrifar Jakob Bjarnar Grétarsson og gefur bókinni fjórar stjörnur af fimm mögulegum.
þessi bók Ævars frá í fyrra, Blóðberg, var í gær tilnefnd fyrir Íslands hönd til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna.
þetta er ágætt veganesti í jólabókaslaginn og er satt að segja sammála þessu. las bókina í handriti um daginn eins og fram hefur komið og fannst hún verulega fín sem slík. hef gert talsvert af því að lesa glæpasögur hin síðari ár og finnst Ævar góður. svo er maðurinn bráðskemmtilegur líka, kynntist honum lítillega um síðustu helgi í stórveislu hjá þessu ágæta bókaforlagi.
„...Ný glæpasaga hans, „Sá yðar sem syndlaus er“ er hans besta hingað til. Og telst reyndar til bestu glæpasagna sem íslenskur hefur sent frá sér. [...] Í ritdómi um Blóðberg, síðustu bók Ævars Arnar Jósepssonar, sem birtist í DV, var því haldið fram að höfundur gerði tilkall til krúnunnar þeirrar sem Arnaldur Indriðason hefur borið sem konungur hins íslenska krimma. Ekki verður betur séð en Ævar hrifsi hana nú til sín með „Sá yðar sem syndlaus er“. ...
undir þetta skrifar Jakob Bjarnar Grétarsson og gefur bókinni fjórar stjörnur af fimm mögulegum.
þessi bók Ævars frá í fyrra, Blóðberg, var í gær tilnefnd fyrir Íslands hönd til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna.
þetta er ágætt veganesti í jólabókaslaginn og er satt að segja sammála þessu. las bókina í handriti um daginn eins og fram hefur komið og fannst hún verulega fín sem slík. hef gert talsvert af því að lesa glæpasögur hin síðari ár og finnst Ævar góður. svo er maðurinn bráðskemmtilegur líka, kynntist honum lítillega um síðustu helgi í stórveislu hjá þessu ágæta bókaforlagi.
1 Comments:
Já þetta eru góðir dómar og það verður gaman að lesa hana.
Skrifa ummæli
<< Home