3.11.06

listaverkakaup

fyrir stuttu varð ég vitni að því þegar sextugur kall (eða þar um bil) keypti myndlist í fyrsta sinn.
málverk og ekki eitt heldur tvö.

svosem ekki í frásögur færandi nema af því að kaupandinn er fyrrverandi fyllibytta og dópisti sem á við geðræn vandamál að glíma. og hafði ákveðið þremur dögum fyrr að byrja að safna listaverkum.

þessi fyrstu listaverkakaup sín gerði hann við ágætan amatör sem heillaði hann með myndunum, ekki vegna þess að það væri sjálfgefin ábatasöm fjárfesting heldur af því að verkin heilluðu.

og aðspurður hvort hann væri borgunarmaður fyrir þessu (við erum að tala um hundaðþúsundkalla hér) átti hann einfalt svar sem er eitt það flottasta sem ég hef heyrt lengi:

„ég get alveg eins keypt málverk eins og ég gat keypt eiturlyf.“



það er nefnilega þannig, frumþöfunum fullnægir maður, hversu blankur sem maður kann að vera.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það væri nú ánægjulegt ef allir sem keyptu listaverk keyptu þau af því að þeir heilluðust af þeim?

00:06  
Anonymous Nafnlaus said...

hmmm - ertu að gefa í skyn að það eigi ekki við um þína kúnna?

heheheh

12:28  

Skrifa ummæli

<< Home