færslur flæða
hef greinilega verið farinn að þjást af köldum kalkún eftir að hafa hunsað blogg í nokkra daga. hér kemur þriðja færsla dagsins:
er svo yfirgengilega lánsamur kall að eiga þrjú börn sem öll eru heilbriðg á sál og líkama. það elsta, Katla mín, komin á þrítugsaldur og minnsti guttinn, hann Atli, röskra þriggja ára. milli þeirra er knattspyrnuhetjan og ljósmyndarinn Sigurður Ormur á ellefta ári.
þriggja ára fólk er afar skemmtilegt þegar maður nær því á spjall – það er ekkert kjaftæði heldur bara grjótharðar staðreyndir, frumþarfir og óduldar tilfinningar. semsagt fullkominn heiðarleiki.
á dögunum varð mér á að hnerra við eldhúsborðið og þessi sami Atli Sigfús bað guð að hjálpa mér.
í einhverjum hálfkæringi spurði ég hann að bragði hver hann væri þessi guð.
guttinn horfði beint í augun á mér í tvær eða þrjár sekúndur og svo kom þetta svar: „ég er þriggja ára.“
er svo yfirgengilega lánsamur kall að eiga þrjú börn sem öll eru heilbriðg á sál og líkama. það elsta, Katla mín, komin á þrítugsaldur og minnsti guttinn, hann Atli, röskra þriggja ára. milli þeirra er knattspyrnuhetjan og ljósmyndarinn Sigurður Ormur á ellefta ári.
þriggja ára fólk er afar skemmtilegt þegar maður nær því á spjall – það er ekkert kjaftæði heldur bara grjótharðar staðreyndir, frumþarfir og óduldar tilfinningar. semsagt fullkominn heiðarleiki.
á dögunum varð mér á að hnerra við eldhúsborðið og þessi sami Atli Sigfús bað guð að hjálpa mér.
í einhverjum hálfkæringi spurði ég hann að bragði hver hann væri þessi guð.
guttinn horfði beint í augun á mér í tvær eða þrjár sekúndur og svo kom þetta svar: „ég er þriggja ára.“
1 Comments:
ég þarf að ræða við þennan atla sigfús. hann hefur mikið til málanna að leggja heyrist mér.
Skrifa ummæli
<< Home