28.10.06

brjálaður ævinlega

hmmm – þetta var nú ágætis pása.

við feðgar, ég og Atli Sigfús, erum nýkomnir úr BYKO. gerðum okkur sérstaka ferð þangað til þess að kaupa kopp.
að kaupa kopp er talsverð manndómsvígsla og yfirlýsing um að frumbernsku sé lokið.

sem var ekki það sem kveikti þessi skrif. heldur er þetta svona lesendabréf hins brjálaða neytanda sem fann loksins vöruna sem hann leitaði að (hjálparlaust þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá aðstoð). og af fjölmörgum kössum í nýju Bykobúðinni á Akureyri sat fólk á tveimur. og á öðrum þessara tveggja voru starfsmenn ekki færri en þrír eða fjórir að spjalla meðan biðröðin lengdist unz ekki sá fyrir endann á.

lenti í hinni röðinni sjálfur og bara tvennt á undan mér, ég með þennan eina andskotans hlandkopp á 699 kall.

tók 25 mínútur og í röðunum tveimur minnst 20 manns og allir brjálaðir. gerðist ekkert. starfsfólkið á þessum tveimur kössum ýmist að kjafta saman eða í símann.

akkúrat þarna er BYKO búið að byggja nýja búð fyrir milljarða en innra skipulag er þannig að kúnnarnir sem álpast þangað inn fá ekki þjónustu. enga.

þetta er fáránlegt og þarna fer ég aldrei aftur. framvegis mun ég kaupa það sem ég þarf að sækja í byggingarvöruverslanir í Brynju við Laugaveg. handviss um að það er fljótlegra að skreppa þangað.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

gamla byko á glerártorgi var ekki upp á marga fiska, amk ekki þjónustan. þeir hafa gleymt að lappa upp á þjónustuliðið í flutningunum. en djöfull er það skrýtið að það sé ekki hægt að ráða fólk sem nennir að vinna á þennan stað.

16:30  
Anonymous Nafnlaus said...

jams - þetta er makalaust. sannarlega var þetta fáránlegt á Glerártorgi en þarna útfrá má einfaldlega loka sjoppunni.

18:55  
Anonymous Nafnlaus said...

ég hef lent í þessu í Byko endalaus biðröð, við kassann ein stelpa að fara á taugum og svo landsliðið í myndastyttuleik á æfingu allt umkring í bláu BYKOgöllunum sínum. Í þeim leiðangri var ég að leita í þessum himinháu hillum og endalausu rangölum og allt í einu kom kona og spurði hvort hún gæti aðstoðað, mér varð svo mikið um að um stund gleymdi ég hverju ég var að leita að.
Góð hugmynd að versla bara í Brynju

14:36  

Skrifa ummæli

<< Home