19.10.06

sérsveitin

tók í kvöld þátt í skemmtilegu verkefni:

var í fjögurra manna sérsveit sem aðstoðaði roskinn áhugamálara að hengja upp og raða saman sinni fyrstu myndlistarsýningu. listamaðurinn er Reynir rakari Jónsson, auðmjúkur gagnvart listinni og gegnheill unnandi fagurra hluta.

í sérsveitinni voru auk mín Sigurðru Papa Populus, Óli G. og Eiki. úr þessu varð gott samstarf, skemmtileg vinna og ágæt sýning í Ketilhúsinu, heiðarleg og einlæg.

svo verða einhverjar kápupælingar fram eftir þótt úthaldið hafi nú einhvern tíma verið meira til að vinna 18 tíma vinnudag oft í röð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home