heimsyfirráð eða dauði
jæja, þá er bókmennta- og trúbadúrkvöldið frá. var eitthvað það alskemmtilegasta sem ég hef gert um dagana. húsið smáfylltist af ættingjum, vinum og kunningjum og kom þeim satt að segja flestum verulega á óvart með músíkinni. var þarna það fólk flest sem næst mér stendur og konur gerðu sér ferð að sunnan til að vera á staðnum...
enginn smáléttir að vera búinn að þessu loksins, nú er sá pakki ekki að bögga mann lengur.
fleiri myndir hér: http://www.simnet.is/adalsteinn.svanur/pages/bokmkv06.html
gamall vinur og granni frá Kristnessárunum, Hallmundur Kristinsson, sendi mér eftirfarandi vísu í tölvupósti og þykir svo vænt um sendinguna að ég stelst til að birta hana hér án leyfis höfundar:
Að fitla við gítarinn virðist þú vanur,
vel tekst að samhæfa texta og lag.
Ágæti trúbador, Aðalsteinn Svanur,
eigðu að verðleikum hrós mitt í dag.
takk fyrir mig!
2 Comments:
HEILL OG SÆLL félagi. Ef þetta var svona gaman þá ættirðu að gera meira af þessu. Skil alveg að það skuli vera gaman að troða svona upp með sína eigin tónlist og orð.
Til hamingju með kvöldið!
takk. ánægjan felst auðvitað í ofboðslegu bústi fyrir egoið! heheheh
sá pakki tæmdur að sinni.
Skrifa ummæli
<< Home