pestar og önnur skemmtilegheit
hef legið heima í dag og í gær með heiftarlega magakveisu og tilheyrandi leiðindi. gjörsamlega óþolandi ástand en fer eitthvað skánandi. verst hvað maður er eitthvað druslulegur á eftir.
þetta skýrir hvað færslur hafa verið stopular undanfarna daga.
annars var helgin fín; Hlynur Helgason, gamall vinur og félagi úr Mynd- og handó sýndi í Populus og svo fylgdist maður með djamminu í kringum Sjónlist. það var ekkert leiðinlegt.
annars er það nýjast að bókmenntakvöld heglað undirrituðum verður haldið í Populus tremula föstudaginn 6. október, eftir hálfa aðra viku. ætla fara með nokkur lög í lok dagskrár og gera það eins vel og mér er kostur... framundan eru stífar æfingar um leið og viðunandi heilsu er náð.
þetta skýrir hvað færslur hafa verið stopular undanfarna daga.
annars var helgin fín; Hlynur Helgason, gamall vinur og félagi úr Mynd- og handó sýndi í Populus og svo fylgdist maður með djamminu í kringum Sjónlist. það var ekkert leiðinlegt.
annars er það nýjast að bókmenntakvöld heglað undirrituðum verður haldið í Populus tremula föstudaginn 6. október, eftir hálfa aðra viku. ætla fara með nokkur lög í lok dagskrár og gera það eins vel og mér er kostur... framundan eru stífar æfingar um leið og viðunandi heilsu er náð.
2 Comments:
Sæll pestargemlingur, hef verið ótengdur nú í bráðum viku og þótt það bagalegt.
Ég vona að þú náir að skila pestinni til sjávar og getir farið að æfa gjörninginn á populus.
jájá, pestum snýtir maður úr sér!
þetta verður gullfallegur bókmenntagjörningur; ekki spurning um að þið mætið. verður ekki endurtekið í bráð...
Skrifa ummæli
<< Home