20.9.06

þetta er orðið ansi dimmt sumar

hefur verið líkt farið síðustu dægur og Ronju ræningjadóttur þegar hún hafnaði haustinu eftir sumarið góða í skóginum með Birki. talaði um að það væri kalt í sumar þegar í raun var að koma vetur.

en á endanum verður að horfast í augu við myrkrið og klæða af sér kuldann hversu nöturlegt sem það er. að baki er sumar sem ég hef notið til fulls af áfergju og fögnuði. ætla að vitna aftur í tregafullt kvæði pabba gamla um sumarlokin, að þessu sinni tvö fyrstu erindi ljóðsins:

Nú er sumarið gengið um garð.
Grátt er hið mislynda haust.
Ég sá ei hvað af sumrinu varð
en sakna þess endalaust.

Sumarið gaf mér þá gjöf
sem ég geymi í brjósti mér,
að elska uns geymist í gröf
það sem gott og fagurt er.

...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Blessaður A
Æ já haustið.
Pabbi þinn var fínasta skáld, en mörg póetin hafa ort um haust, ég svona á Kamarorghestaplötunni :
"Ég veit þér finnst það helvíti hart
hvað vetrar snemma á vorin
þig langar til að líma blöðin á trén
en hímandi berst við rakann hrollinn"

13:27  
Anonymous Nafnlaus said...

takk fyrir þetta félagi kp – fínn kveðkapur!

16:28  

Skrifa ummæli

<< Home