10.9.06

takið laugardaginn frá!




laugardaginn 16.9. nk. verður LJÓÐAGANGAN farin í Garðsárreit í Eyjafirði í samvinnu Skógræktarfélags Eyfirðinga, Amtsbókasafnsins á Akureyri og Populus tremula. Garðsárreitur er magnaður.

skógurinn verður kynntur, hellt uppá ketilkaffi og bragðbætt með kúmeni að vanda.

til upplyftingar andanum munu eftirtaldir lesa eða syngja kvæði fyrir göngufólk:
Arna Valsdóttir, Hannes Örn Blandon, Helgi Þórsson, Jón Kristófer Arnarson og Steinunn Sigurðardóttir auk undirritaðs.

þau ykkar sem eruð að asnast á suðvesturhorninu: nú er bara að drífa sig norður og taka þátt í Ljóðagöngu um næstu helgi.
¡hasta luego!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já ljóðaganga í skógi er heillandi fyrirbæri og væri gaman að upplifa eina slíka. Verð því miður að sleppa því nú.
Það er þetta með að asnast á suðvesturhorninu. Er ekki tilvalið að koma með þessar heimsfrægu ljóðagöngur á suðvesturhornið?

21:40  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að ég geti sagt með nokkurri vissu að ég viti engann jafn duglegann að blogga og þig, ég hef varla undan að lesa þetta færslu flóð sem fram streymir þegar inn er komið.
Ljómandi samt alveg hreint!

09:24  
Anonymous Nafnlaus said...

iss elli, við gerum nú kröfur um fallega skóga!

14:50  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott framtak as usual.....strax farin að hlakka til;)... og til hamingju með síðuna, nauðsynlegt að heyra frá uppáhaldslistamanninum af og til "á prenti", þarf þá ekki að nota símann til þess :):)

20:43  
Anonymous Nafnlaus said...

...það er alveg óhætt að nota símann!

00:35  

Skrifa ummæli

<< Home