10.9.06

tungutak

af því að ég er byrjaður að mæla með vefsíðum má ég til að koma að öðrum vef sem ég heimsæki á nokkurra vikna millibili. það eru pistlar Sverris Páls Erlendssonar um íslensku, hann kallar þetta Mannamál. slóðin er:
http://svp.is/?s=blog&action=blogs&category=1

Sverrir Páll tekur fyrir allan fjandann og ég er svosem ekkert alltaf sammála honum – þó oftar en ekki. fyrir þá sem hafa gaman af íslensku yfirleytt er þetta fínt efni, stuttar ádrepur mest.

sjálfur er ég haldinn þeirri þráhyggju að taka ekki mark á vondum texta annarra. þess vegna böggar („bögg“ er fallegt íslenskt orð, segir Megas) það mig að málfari í fjölmiðlum hefur hrakað á síðustu árum. þetta er hrokafull afstaða, en hvað með það?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home