6.9.06

orkureikningar og okurreikningar

Af hverju í fjandanum eru ekki allir að plana eða taka þátt í uppreisn gegn okri símafyrirtækjanna?

Nú er svo komið að maður borgar álíka mikið fyrir afnot af síma og nettengingum (og þá er ég bara að tala um afnot, ekki notkun) heldur en samanlagt í hita og rafmagn.

Á síðasta símreikningi á mínu heimili var upphæðin um 7.500 kall. Þar af var símnotkun kr. 23 og einhverjir skilgreindir aurar! Hitt eru fastagjöld af síma og tölvutengingum. Að vísu með talsverðri notkun innifalinni en mér er fjandans sama. Taki ég afnot af RÚV og Skjánum með símreikningnum er ég kominn langt yfir orkureikningana.

Til gamans má geta þess að verð á heitu vatni á Akureyri er nú nánast það sama í KRÓNUTÖLU og það var árið 1990. Neytendur njóta þess semsagt í verðlagi að hagur fyrirtækisins vænkar.

Er viss um að símafyrirtækin eru að hala inn milljarða fyrir nánast ekki neitt.

Auk þess líður ekki sú vika að maður fái ekki sögur af hroðalegri þjónustu Símans eða Voðafóns.

Þetta er ótækt og með ólíkindum að það séu ekki allir að tala um þetta. Menn geta rifist um smáaura í raforkuverði en enginn skammast yfir þessu. Eða hef ég kannski ekkert verið að hlusta?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home