5.9.06

árs-kososandur

komst að því um síðustu helgi mér til furðu að á Árskógssandi býr enn hópur Kosovo Albana sem tilheyrðu flóttamannahópi fyrir allnokkrum árum. hélt þeir væru allir löngu farnir og hið besta mál að þeir eru þarna og una hag sínum við fiskvinnslu og slíka dægradvöl sem hæfir í íslensku sjávarþorpi og taka virkan þátt í atvinnulífinu.

svo vel una Kosovar sér á Sandinum að þeim fer fjölgandi, það bætist í hópinn nýtt fólk sem flytur að utan og hingað norður: systur og mágar, bræður, mágkonur, svilar, frænkur, frændur og mæðrabræður og hvað þetta heitir, eru smám saman að koma sér fyrir við utanverðan Eyjafjörð. fínt mál.

en viti menn: eftir því sem ættboginn stækkar á Sandinum minnkar samneyti þessara ágætu íbúa við samfélagið sem fyrir var og innflytjendahópurinn einangrast. þau láta sér nægja samneyti hvert við annað nema til að afla brýnustu nauðsynja.

þetta er svosem alþekkt fyrirbæri en að frétta af því í dvergvöxnu sjávarþorpi á hjara veraldar, þorpi sem ég nauðþekkti í æsku, er sláandi.
kannski hefðu Hornstrandir aldrei farið í eyði ef menn hefðu haft rænu á að bjóða þangað hópum flóttafólks á fimmta áratugnum... landflótta gyðingum til dæmis. væri kannski töluð hebreska í Hælavík.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já það er spurning af hverju þessir einstaklingar einangrast. Gæti hugsanlega verið út af okkur Íslendingum. Veit ekki en mér segir svo hugur að Íslendingar séu ekkert æstir að kynnast þessu fólki. En gott mál að það vill vinna vinnu sem við nenneum ekki að vinna. Sennilega erum við of góð fyrir svona samfélög og svona vinnu hmm.

15:31  

Skrifa ummæli

<< Home