29.8.06

hagyrðingakvöld

þetta kvæðahjal rifjaði upp bréfaskipti mín við Guðmund Halldórsson skordýrafræðing fyrir nokkrum vikum. vorum að ræða væntanlegan fund en GH sá öll tormerki á fundi þessum þar sem Menningarnótt var um svipað leyti og hann yrði óvinnufær minnst viku á eftir. hann fékk þá þessa limru:

Óvíst um þrek bæði og þrótt
því þrælslega er að honum sótt,
en skyldur skal rækja
og skemmtanir sækja,
­ skunda á Menningarnótt.

og limrunni fylgdi að ég væri á leið suður og ætlaði að vera viðstaddur Gay Pride gönguna. fékk þessa strax til baka:

Nú lyftir Svanur lend og hupp,
nú líst mér vel á gripinn.
Brettir báðar ermar upp
– orðinn hýr á svipinn.

kveðskapur þarf ekki endilega að vera fokdýr til að létta manni lund augnablik...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahaha þetta eru assgoti skemmtileg kvæði og svo sannarlega létta þau lund. Ég gæti trúað að þessi síða ætti eftir að verða vettvangur kvæða og sagna ef fer sem horfir, ekki slæmt. Og ljosmynda.

10:03  

Skrifa ummæli

<< Home