29.8.06

flug

ályktanir vegna síðustu færslu minntu mig á enn eitt kvæðið:

KOMA

Fylgist með vélunum koma inn
til lendingar í lygnu rökkri.

Nú væri gott að koma heim
hafa farið.

...svo flugnámið er sennilega næst á dagskrá, þótt ég sé viss um að það sé hundauðvelt að fljúga og nám því varla merkilegt. er þetta ekki svona bílpróf fyrir himininn þar sem vegurinn er rosalega breiður? manni dugðu nú þrír ökutímar hérna í den.

og ekki hefur vafist fyrir Frökkum að fljúga á Peugeot 406 í Taxi-myndunum – því skyldi ég ekki gera það líka fyrst ég er á annað borð með tækið í höndunum?

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er efni í fleiri ljóð tengd flugþránni. Bílpróf fyrir himininn.
En það er ekki víst að það sé eins auðvelt að fljúga einsog það virðist í Taxi myndunum. Ég myndi allavega vilja vera á einhverju öðru en pusjó hahaha.

20:50  
Anonymous Nafnlaus said...

heheh. Kristján, eða Páll sonur hans öllu heldur, eru að redda þessu. strákurinn tók einkaflugmannspróf í dag. ætla að bjóða þeim að koma fljúgandi í kaffi á föstdagseftirmiðdögum og fá svo að fljóta með til baka...

en þetta er svosem athugandi með þessar bíómyndir; kannski er þetta bara tómt plat :(

00:10  

Skrifa ummæli

<< Home