20.8.06

pabbahelgin

einhver besti dagur ársins á Norðurlandi í dag, svona miði maður við veður.

fórum tiltölulega snemma á fætur feðgar og eftir stuttar samningaviðræður lét ég eftir óskum Sigurðar Orms um að fara í Jarðböðin við Mývatn. vorum komnir þangað um hádegi eftir nokkur stopp á leiðinni.

renndum austur yfir Námaskarð eftir baðið og röltum um hverasvæðið. alltaf fallega viðbjóðslegt.

hverabrauð með reyktum Mývatnssilungi og heitt súkkulaði í Gamla bænum við Hótel Reynihlíð, í annað skipti hjá okkur í sumar. nautnalífið hélt semsagt áfram í dag og argaþras hversdagsins víðs fjarri.

reyndar er það svo að svona eiga ekki allar pabbahelgar að vera; tóm skemmtilegheit og fjör. þarf líka að vera raunhæfur skammtur af kröfum og leiðindum, raunverulegt heimilislíf semsagt. en núna var öllu slíku sleppt, enda miklu meira gaman...

nokkrar myndir komnar á vefinn á slóðinni: http://www.simnet.is/adalsteinn.svanur/pages/myvatn06.html

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með góðan dag.
Minn dagur var líka ágætur, vaknaði endurnærður efti rólega og góða kvöldstund með ykkur feðgum í gærkvöld.

SHJ

01:44  

Skrifa ummæli

<< Home