18.8.06

¡gracias amigos!

þakka góðar móttökur á þessum vettvangi, gaman að sjá ykkur líta við. og hér er tilvitnun í Draumalandið, birt algjörlega án leyfis:

„Það eru til milljón manna krummaskuð úti um allan heim og 1000 manna heimsborgir. Detroit er krummaskuð. Seyðisfjörður er heimsborg.“

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sanleikurinn er yfirleitt einfaldur og tær, þeir sem geta gefið honum orð á jafn snilldarlegan hát og Andri Snær eru ómetanlegir. Það mætti tína til fjölda jafn sannra spakmæla í bókinni hans góðu.
En seinna, því nú ætla ég að fara á Línu og hitta Þröst og Hjálmar.
KV/SHJ

18:45  
Anonymous Nafnlaus said...

Já það er örugglega ekkert mál að lesa þessa bók með áfergju og ræða svo málin einsog þau hafi aldrei verið rædd áður. Ég hef bara gluggað í hana en ég held að það sé ekkert nýtt undir sólinni og þessi umræða ekki ný frekar en annað. En það er gott að það skuli nú vera til rit sem kemur mönnum einsog Bubba á tónleikum og Eðalsteini til að presentera hana einsog opinberun. En er þetta ekki einsog við öll höfum hugsað á einn eða annan hátt en ekki fært í orð, ég spyr?

02:32  
Blogger POPULUS TREMULA said...

sussu elli! jú, vafalaust er það þannig en samt skaltu lesa ritið. þetta er merkilegt plagg skal ég segja þér og ekki nóg með það; verulega fínar bókmenntir líka!

02:38  
Anonymous Nafnlaus said...

Ok efast ekki um það. Ég les ritið til að vera samræðuhæfur en engu að síður. Flestir hafa skoðanir og það væri nú gaman að lesa þínar á prenti. Gæti verið áhugavert að bera þær saman við Andra.

02:52  

Skrifa ummæli

<< Home