samgöngur
áðan var ég búinn að semja langan og einstaklega hnitmiðaðan og greindarlegan texta um samgöngumál á Íslandi. tókst að týna honum fyrir einhvern asnaskap...
hef í sumar keyrt þjóðvegi landsins sem svarar fimm ferðum um hringveginn að mér telst til (rúmir 7000 km síðan í lok maí) og niðurstaðan er þessi: þjóðvegakerfið er ónýtt. nema auðvitað þar sem lagðir hafa verið flottir vegir á síðustu misserum þar sem umferð er lítil. Tjörnesið og Kelduhverfið er fín hraðbraut, Ísafjarðardjúp er að verða það líka. en meginæðarnar eru hroðalegar; seinfarnar dauðagildrur. þökk sé þungaflutningum á landi og umferðarþunga sem er langt umfram það sem vegakerfið ber.
líka farið Kjalveg og stytt mér leið sem nemur 153 km milli staða. mátti teljast góður að komast þokkalega heill frá því ævintýri með ungana í bílnum.
eins gott maður er í kontakt við verðandi samgönguráðherra landsins!
hef í sumar keyrt þjóðvegi landsins sem svarar fimm ferðum um hringveginn að mér telst til (rúmir 7000 km síðan í lok maí) og niðurstaðan er þessi: þjóðvegakerfið er ónýtt. nema auðvitað þar sem lagðir hafa verið flottir vegir á síðustu misserum þar sem umferð er lítil. Tjörnesið og Kelduhverfið er fín hraðbraut, Ísafjarðardjúp er að verða það líka. en meginæðarnar eru hroðalegar; seinfarnar dauðagildrur. þökk sé þungaflutningum á landi og umferðarþunga sem er langt umfram það sem vegakerfið ber.
líka farið Kjalveg og stytt mér leið sem nemur 153 km milli staða. mátti teljast góður að komast þokkalega heill frá því ævintýri með ungana í bílnum.
eins gott maður er í kontakt við verðandi samgönguráðherra landsins!
4 Comments:
Hver er verðandi samgönguráðherra?
Frábært að þú skulir vera orðin bloggari. Ég mun fylgjast grannt með þér og jafnvel leggja orð í belg ef svo ber undir.
Til hamingju.
shj
verðandi samgönguráðherra er Signý Sigurðardóttir. sú hefur fullan áhuga á embættinu og sat við borðið hjá okkur á Heimi ljóðsins á dögunum.
Hún er að minnstakoti bæði fallegri og skemmtilegri en Sturla.
shj
enn einu sinni erum við fullkomlega sammála!
Skrifa ummæli
<< Home