skoðanaleysi tekur enda
í sumar hef ég ákveðið að tímabil skoðanaleysis væri orðið nægilega langt hjá mér. tók meðvitaða ákvörðun fyrir 4 árum eða svo að mynda mér ekki skoðun á neinu sem ekki snerti mig eða mitt fólk með beinum hætti. hef staðið við það.
gerði þetta til að auðvelda mér lífið. hætti um svipað leyti að fylgjast með fréttum og skilgreindi mig sem anarkista. hef hunsað lýðræðið síðan og ekki notað atkvæðisrétt í kosningum. og ekki tekið afstöðu til nokkurra hluta, hér heima eða erlendis.
og vissulega hefur þetta gert hversdagslífið auðveldara. laus við hvers konar áhyggjur af „ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs“ eða hvort hálendi Íslands er eða fer, eins og Gestur vinur minn orðar það.
hef umgengist mikið af góðu fólki undanfarin misseri og mikið spjallað. og smám saman hefur runnið upp fyrir mér ljós: þetta skoðanaleysi er flótti frá lífinu, gangslaus skel til að brynja sig óþægindum. er að hætta þessu rugli.
ekki svo að skilja að ég sé á leið í pólitíska umræðu, fjarri því. skilgreini mig hins vegar aftur sem félagshyggjukrata einhvers konar, kýs kannski í vor... tilvistarkreppunni sem fylgdi hruni kommúnismans á sínum tíma er að ljúka.
fæ dygga aðstoð þessa dagana því mér var fært Draumalandið að gjöf með skipun um að lesa ritið. bókin auðveldar manni vissulega að mynda sér skoðun á ýmsum þáttum íslensks veruleika. finnst þetta stórmerkileg bók og hefur áhrif á skoðanir mínar.
ef þið eruð ekki búin að því: LESIÐ ÞESSA BÓK!
gerði þetta til að auðvelda mér lífið. hætti um svipað leyti að fylgjast með fréttum og skilgreindi mig sem anarkista. hef hunsað lýðræðið síðan og ekki notað atkvæðisrétt í kosningum. og ekki tekið afstöðu til nokkurra hluta, hér heima eða erlendis.
og vissulega hefur þetta gert hversdagslífið auðveldara. laus við hvers konar áhyggjur af „ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs“ eða hvort hálendi Íslands er eða fer, eins og Gestur vinur minn orðar það.
hef umgengist mikið af góðu fólki undanfarin misseri og mikið spjallað. og smám saman hefur runnið upp fyrir mér ljós: þetta skoðanaleysi er flótti frá lífinu, gangslaus skel til að brynja sig óþægindum. er að hætta þessu rugli.
ekki svo að skilja að ég sé á leið í pólitíska umræðu, fjarri því. skilgreini mig hins vegar aftur sem félagshyggjukrata einhvers konar, kýs kannski í vor... tilvistarkreppunni sem fylgdi hruni kommúnismans á sínum tíma er að ljúka.
fæ dygga aðstoð þessa dagana því mér var fært Draumalandið að gjöf með skipun um að lesa ritið. bókin auðveldar manni vissulega að mynda sér skoðun á ýmsum þáttum íslensks veruleika. finnst þetta stórmerkileg bók og hefur áhrif á skoðanir mínar.
ef þið eruð ekki búin að því: LESIÐ ÞESSA BÓK!
6 Comments:
Já hef ekkert heirt nema frábæra hluti
um þessa blessuðu bók, set hana á
listan undir "Næsta bók til að asnast
til að lesa" ;D
Hipp hipp húrrey. Mikið assgoti lýst mér vel á þetta Eðalsteinn. Það er svosum búið að bögga þig fyrir þetta skoðanaleysi þitt árum saman en nú loksins getum við eytt nokkrum klukkutímum í að greina heimsvandann og þá ógn sem steðjar að okkur. Ekki seinna vænna því ég held að þetta sé allt að fara til andskotans. Heyrumst fljótlega og leysum þetta allt saman.
Þetta með ógnina er snúið. síðustu daga hafa nokkrir Íslendingar látist í umferðaróhöppum, stærsta ógnin virðist semsagt stafa frá ökumönnum. Kannski ætti general Björn að fjölga í umferðarlögreglunni, hlera bílstjóra og fækka í víkingasveitinni.
KV/SHJ
sem alþekktur ökuníðingur (NB með um 30 ára slysalausan feril að baki en margar og háar sektir) efast ég stórlega um að umferðarlöggan hafi áhrif tl fækkunar á slysum í umferðinni. í umdæmi Blönduósslöggunnar ríkir vissulega ákveðið ógnarjafnvægi. en eru færri slys í Húnavantssýslum en annars staðar? hef ekki hugmynd. ef það er þannig í raun er ég viss um að það er vegna þess hvað sýslurnar eru flatar, þeas að ökumenn sjá fram á veginn, frekar en að löggan eigi heiðurinn.
en þessi fórnarkostnaður á vegum úti er algjörlega óþolandi og beinlínis asnalegur.
og vandinn liggur dýpra en í slakri löggæslu.
Þekki enga tölfræði um slysatíðni í Húnavatnssýslum, en grimmd Blönduóslöggunnar varð þó til þess að ég er prúðari þar en annars væri.
Ég var reyndar bara að reyna að vera skemmtilegur á kostnað Generals Björns.
Engu að síður ógnar mér ógnarhysterían sem nú er pískuð upp, með ráði, til að beygja okkur undir fantaskap og þílyndi.
þetta er hárrét félagi.
eftir að ég viðurkenndi fyrir sjálfum mér á sínum tíma að þjóðarsálir væru ekki allar eins heldur hefðu mismunandi karakter varð mér ljóst að dýrmætasta eign íslensku þjóðarinnar felst í virðiðngarleysi gagnvart lögum og reglum. ákveiðin villimennska sem er heillandi á góðum degi.
gegn henni er markvisst unnið með því sem þú kallar ógnarhysteríu og er ágætt hugtak. pælingar generálsins eru af sama meiði.
Skrifa ummæli
<< Home