17.8.06

um blogg og bloggara

Þættinum hefur borist bréf; Kristján Kristjánsson skrifar (birt með treglega veittu leyfi höfundar!):

„Að mínu viti er álíka gáfulegt að hætta sér úti í bloggið eins og að kaupa sér mjólkurkvóta á lánum og byrja beljubúskap - eða að gefa út frídagblað í veldi Dana - tóm kvöð og pína þar sem helst er verið að tutla einhverja júgurbólguspena. ÖLL vinna er klárlega refsing eins og góðir kaþólikkar vita - . . . en inngróið samviskubit áhangenda Lúters hefur þó stundum leitt til margs konar sjálfspíninga - jafnvel bókaskrifa. Bloggið er reyndar soldið sérstök sjálfspyntingaraðferð - en klárlega í anda þeirra syndasela sem vilja AGA sig til ákveðinna verka sem þeir alla jafna myndu aldrei láta sér detta í hug að nenna að inna af hendi - eins og að halda sálardýpkandi dagbók eða setja saman skárri texta en kjaftæði um daginn og veginn.

Vildi bara svona minna þig á að þú skuldar mér ljóðabókarhandrit – sem ég vonast enn til að geta gefið út með umtalsverðu tapi!

kv.
KK“

1 Comments:

Blogger POPULUS TREMULA said...

hmmmm... nokkuð viss um að tapið mun skila sér á endanum.

00:04  

Skrifa ummæli

<< Home