20.8.06

hnattræn spikvæðing

í vikunni mátti rekast á fréttir þess efnis að nú væri svo komið að í heiminum glímdu fleiri manneskjur við offitu en við næringarskort. þetta er athyglisvert og spurning hvort þetta séu slæmar fréttir eða góðar?

það mun vera svo að spikvæðingin sé sem óðast að dreifast um fátækari deildir heimsins, svokölluð „þróunarlönd“.

heyrði því líka haldið fram á ráðstefnu í vor að sú kynslóð sem nú er að vaxa upp á vesturlöndum sé sú fyrsta síðan sögur hófust sem á sér skemmri lífslíkur en kynslóðin á undan. ástæðan: hreyfingarleysi og ofát.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já það er þetta með ofátið. Þegar ég var á Mallorka í sumar var mér brugðið. Ef allt þetta fólk sem var á eyjunni þá, færi í fitusog væri hægt að nota fituna í uppfyllingu á annari eins eyju. Svo er reyndar spurning hvort það hefði eitthvað upp á sig en þetta er auðvitað bara hrikalegt að horfa upp á þetta. Ég hugsa að 90% þeirra sem þar voru hafi verið of þungir. En auðvitað hafa þeir fátæku ekki efni á að spóka sig í sólinni á Mallorka. Bara sjónmengun segi ég án blygðunar.

15:00  

Skrifa ummæli

<< Home