24.8.06

skogræktarbransinn

er að leggja af stað suður yfir heiðar enn einn ganginn og núna er það fóðrað með því að mæta á skógræktarþing í Hafnarfirði á laugardag og sunnudag. stefni að því að njóta lífsins í Borgarfirði þangað til.

er mæti á aðalfund Skógræktarfélags Íslands í skrilljónasta sinn sem einn af fulltrúum Eyfirðinga. að þessu sinni ætlum við að vera áberandi og bera höfuðið hátt. nýbúin að lýsa gróðrarstöð félagsins gjalþrota og í stað þess að mæta eins og hnípin þjóð í vanda ætlum við að berjast fyrir manni í stjórn og leggjum fram tvær fínar tillögur sem ég á frekar von á að verði vel tekið. samdi reyndar báðar sjálfur... heheh

þessir fundir, eða þing, eru fyndnar samkomur. leiðinleg fundahöld en skemmtilegar skoðunarferðir með miklu magni af Brennivíni, sem er drykkur skógarmanna eftir að Hvannarótin leið undir lok. mætti á mitt fyrsta skógræktarþing 1990, þá þrítugur og var barnið í hópnum. núna, þessum 16 árum síðar, er ég ennþá í unglingahópnum. það er ansi gaman. hef lítið skipt mér af þingstörfum gegnum árin nema oft verið með leiðindi í nefndum sem afgreiða tillögur... það er líka gaman! en að þessu sinni verður það lobbíisminn út í eitt.

verður ágætur bíltúr því ég þarf ekki að keyra sjálfur og stekk af lestinni í Borgarfirði. hlakka til.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heill og sæll skógarmaður. Vonandi gengur ykkur fulltrúunum vel að sannfæra. Hefði viljað hitta ykkur um helgina ef það er hægt. En annars, hafðu það gott um helgina.

12:32  

Skrifa ummæli

<< Home