21.8.06

populus tremula fer i gang

nú líður að því að menningarsmiðjan Populus tremula hefji vetrarstarfið; byrjum eftir hlé á Akureyrarvöku um næstu helgi.

störtum að sjálfsögðu með glæsibrag: myndlistarsýning Kristjáns Steingríms Jónssonar, tónleikar með Dean Ferrell kontrabassaleikara og stórsnillingi og tónleikar með BELA - Baldvin Ringsted sem er fyrrverandi Populusfélagi og hefur virkilega verið að slá í gegn á síðustu vikum.
ætla reyndar sjálfur að vera fjarri góðu glensi og sitja skógræktarþing í Hafnarfirði á meðan.

framundan í haust og vetur eru svo viðburðir óðum að tínast inn:
myndlistarmennirnir Hlynur Helgason, Gústav Geir Bollason, Helgi Þorgils Friðjónsson, Áslaug Thorlacius og Bryndís Kondrup eru komnir á blað og fleiri í farvatninu auk Kristjáns Steingríms sem áður er nefndur.
leiksýning í lok september, frumsamið verk Rögnu Gestsdóttur og Kötlu minnar Aðalsteinsdóttur.
bókmenntadagskráin er lítt mótuð ennþá en m.a. áform um útrás á þeim vettvangi og hugsanlega bókmenntakvöld tileinkað kvæðum Aðalsteins Svans.
hljómsveit hússins hefur legið í dvala í sumar en fer að móta sínar hugmyndir á næstu vikum og hefja æfingar. ekkert gefið upp að sinni hvert verkefnið verður.

í fyrravetur stóðum við fyrir á fjórða tug viðburða í Populus en áformum að draga frekar úr þetta árið; auka frekar listrænan metnað þótt allt sem við gerum sé á „underground level“ og munum halda því þannig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home