1.9.06

undir utanaðkomandi pressu

vegna fjölda áskorana (sem koma reyndar allar frá sama aðila) er ekki ólíklegt að hnoðað verði saman í vetur dagskrá með kvæðum undirritaðs til flutnings í Populus tremula. lesin eða sungin sitt á hvað enda lagasafnið smástækkandi. bætist að jafnaði við eitt stef á ári...

útgefandinn góði á Akranesi er líka annað slagið að bögga mig með því að heimta ljóðabókarhandrit sem hann ætlar að gefa út með umtalsverðu tapi. slík áform eru vissulega göfug og ljótt af mér að sinna ekki manninum af neinu viti. en seinustu misserin hefur mér þótt miklu meira gaman að hnoða saman söngtexta en liggja í að hefla til smákvæði.

svo er stefnt að myndlistarsýningu í vetur í JVS Gallerí í Listagilinu. um svipað leiti er aldarfjórðungur síðan ég byrjaði að fikta við myndlist og spurning hvort verður reynt að slá upp almennilegu partýi í tilefni af því.

(var nú ekki meiningin upphaflega að þetta bloggkríli yrði að einhverri frétta- eða aðdáendasíðu um sjálfan mig, en svona geta einbúar í dreifbýli orðið andskoti egósentrískir... og aðrir eru nú ekki vanir að hafa hátt um mín afrek, síst þessi óunnu)

hvað um það – næsta partý er í Skorradal annað kvöld. Rauðavíkursystkinin og ættmóðirin ætla að jórtra fisk og hella í sig áfengi utan alfaraleiðar eins og best hæfir því liði. gæti orðið bráðfínt.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Egocentrisismus er ekkert sérstakt strjálbýlis heilkenni og einkennir þig ekkert sérstaklega. En það er satt, það er ljót af þér að tefja fyrir tapi Kristjáns og von að honum mislíki.

Trúbadúrinn Aðalsteinn verður dreginn á svið fyrr en síðar hvort sem honum líkar betur eða verr.

22:54  
Anonymous Nafnlaus said...

Sviðsskrekkur Aðalsteins er óþarfur og ámælisverður.

Þó gjörla hann viti um getu sína og ágæti
og gangi svo tregur á svið, að það er fágæti
þá á hann þar heima
og ætti að sveima
um sali og hertaka hásæti.

21:43  
Anonymous Nafnlaus said...

heheheh!!! takk minn kæri vin... þessi er fjandi fín

19:19  
Anonymous Nafnlaus said...

"með umtalsverðu tapi"

Þú getur nú bara verið frekar fyndinn...

09:55  
Anonymous Nafnlaus said...

Já það er oft gott að vera undir pressu. Gerist yfirleitt meira en annars.

15:18  
Anonymous Nafnlaus said...

þessi klausa um tapið er fengin beint frá útgefandanum sjálfum sem hefur sett sér þetta markmið! heheh

17:18  

Skrifa ummæli

<< Home