12.9.06

verkalýðsbaráttan blífur

heyrði um daginn af unglingsstelpu sem var að vinna í sumar í tískuvörubúð hér í bæ. hafði óvart ekki fengið útborgað í tvo mánuði eða svo þegar hún hætti til að fara í skólann. og fékk þær upplýsingar frá vinnuveitendanum að það væri bara ekki hægt að borga út marga mánuði í einu; hún fengi því peninga fyrir ágúst en hitt yrði hún að taka út í fötum – það væri nú bara þannig –sorrí.

og svo vildi stelpan helst ekkert gera í þessu vegna þess að þá yrði hún örugglega sett á lægsta taxta með allan pakkann.

ergo: vinnuveitandinn er krimmi og stelpukrílið samdi ekki um nein laun í upphafi, eða neinn fyrir hana.

þetta dæmi vakti upp pælingar um hvort langvarandi friður á vinnumarkaði og hagsæld landans svona í heildina litið væri að ala upp heilu kynslóðirnar sem hafa enga reynslu, tilfinningu fyrir eða þekkingu á kjarabaráttu og réttindamálum launafólks.

nokkuð viss um að það er þannig og það eru bæði góðar fréttir og slæmar. samt ekki frá því að þær séu meira í neikvæða kantinum, því fjandinn má vita hversu lengi við lifum í þessari neysluvímu meintrar ofgnóttar sem mun vera Davíð og Halldóri einum að þakka. og stendur í kolröngu hlutfalli við gluggapóstinn sem berst hingað í Spítalaveginn.

því hvað sem öðru líður liggur endalaus barátta og harðvítugar deilur að baki hvers smáatriðis sem varðar réttindi launafólks. saga sem bagalegt er að hverfi úr vitund þjóðar. erum við eitthvað annað en afsprengi liðins tíma?

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já aðalsteinn, þetta er lífið. við gleymum að fræða ungdóminn um það sem forfeður okkar börðust fyrir og náðu fram. þetta dæmi þitt er því miður algengt og ekki batnar það með aukinni fákeppni sem er að verða hér í bænum á druslumarkaðinum. hættum að versla druslur hjá þeim sem koma svona fram við ungdóminn, snúum viðskiptum okkar annað. þá þurfa þeir ekki á þessum krakkagreyum að halda og kannski, já kannski átta þeir sig þegar krónan hættir að koma í kassann.

20:53  
Anonymous Nafnlaus said...

Svo er spurning með tryggingar og annað sem ættu að fylgja launþega.

Hér áður fyrr þótti það nú frekar gott ef ungt fólk fór að vinna en þá voru það störf sem skiptu máli og gerðu í mörgum tilfellum gott. Ekki einsog í dag þar sem þessi grey rétta neysluóðum nýríkum íslendingum eitthvað drasl yfir afgreiðsluborð með tilheyrandi píphljóði.

Ég held ég að stór hluti kynslóðarinnar sem er að vaxa úr grasi í dag sé ekki að höndla þessa óreiðu. Til dæmis einsog Bónus kallinn sem sagði að fólk vildi fá helminginn af laununum greidd svart annars kæmi það ekki í vinnu hjá fyrirtækinu. Það hefur kannski alltaf verið farið fram á þetta en ekki svona augljóslega.

En hvað sagði Davíð Oddson ekki í viðtali um daginn að hann hefði unnið einhverja vinnu ungur og fengið greitt án þess að borga skatt af því og brosti.

Skýr skilaboð til allar.

22:57  
Anonymous Nafnlaus said...

gaman að heyra frá þér - brottflutti nútímafræðingur!

er nú ekkert endilega að kaupa þetta samt; snúa viðskiptum annað – hvert? á maður nú að fara að hætta að ganga í merkjavörunni frá Dressman og Hagkaupum? flottur ber, veit það vel, en samt... helvítis kuldinn!

01:02  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta eru nú ekki hagkaup og dressmann sem gera þetta, það eru smákóngarnir.......
Svo bara að drífa sig af landi brott ef kalt er og kaupa þar.....

12:05  

Skrifa ummæli

<< Home