17.9.06

í náttúrulegu umhverfi



enn ein Ljóðagangan er frá. sprakk heldur betur út með þátttöku í gær, 40 manna rútan troðfylltist og þurfti 10 einkabíla eða svo til viðbótar svo þátttakendur kæmust á staðinn. minnst 60 manns!

tókst í alla staði frábærlega og mikil ánægja með framtakið hjá þeim sem voru viðstaddir.

auk snillinga sem lásu kvæði eða sungu fyrir göngufólk, kom undirritaður fram sem trúbadúr og kyrjaði tvö kvæði. myndin er af þeim gjörningi, tekin af Sigurði Ormi, 10 ára hirðljósmyndara Populus tremula. nokkrir gesta kvörtuðu yfir því að seinustu tveimur orðunum í enda annars kvæðisins var sleppt – (það voru þessi þrjú sem höfðu heyrt kvæðið áður og þar með auðvitað sú sem ljóðmælandi ávarpar þessum orðum í lok bragsins...) heheh

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Magnað!

16:43  

Skrifa ummæli

<< Home