sumarið 2006
þetta kvæði varð til að kvöldi 28. júní sl. að gefnu tilefni
(og gullfallegur lagstúfur með, þótt ég segi sjáfur frá):
Reynitrén í bænum standa í blóma í kvöld og sóln skín.
Gluggarnir austur á Garðsá loga líkt og gjörvöll vitund mín.
Síðan ég sá þig fyrst á sautjánda júní.
Síðan ég sá þig fyrst um sumarnótt.
Á Pollinum dró gamli Maxim Gorkí áðan akkerin um borð.
Reykurinn stígur til himins og hverfur svona eins og ósögð orð.
Ég hef hugsað til þín síðan sautjánda júní.
Ég hef hugsað til þín síðan sá ég þig fyrst.
Í heiðinni hafa fannirnar nú hopað fyrir sumargrænum kjól.
Og björgin fyrir handan eru bleik um miðja nótt af ungri sól.
Ég hef saknað þín síðan sautjánda júní.
Ég hef saknað þín síðan þú kvaddir mig fyrst.
(og gullfallegur lagstúfur með, þótt ég segi sjáfur frá):
Reynitrén í bænum standa í blóma í kvöld og sóln skín.
Gluggarnir austur á Garðsá loga líkt og gjörvöll vitund mín.
Síðan ég sá þig fyrst á sautjánda júní.
Síðan ég sá þig fyrst um sumarnótt.
Á Pollinum dró gamli Maxim Gorkí áðan akkerin um borð.
Reykurinn stígur til himins og hverfur svona eins og ósögð orð.
Ég hef hugsað til þín síðan sautjánda júní.
Ég hef hugsað til þín síðan sá ég þig fyrst.
Í heiðinni hafa fannirnar nú hopað fyrir sumargrænum kjól.
Og björgin fyrir handan eru bleik um miðja nótt af ungri sól.
Ég hef saknað þín síðan sautjánda júní.
Ég hef saknað þín síðan þú kvaddir mig fyrst.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home