18.9.06

barnatrúnni er ég búinn að gleyma...

vinkona mín ein er eitthvað að kynna sér trúarbragðakennslu um þessar mundir og það minnti mig að ég heyrði á dögunum að ágætur kennari við Brekkuskóla, þar sem Sigurður minn Ormur ungur nemur, hefði verið að fræða ungdóminn á þeirri staðreynd að forsprakkar nasista í Þýskalandi hefðu allir verið hommar...

þetta er sami barnafræðarinn og stóð fyrir bókabrennum og brenndi (í bókstaflegri merkingu) þungarokksdiska í Vestmannaeyjum hérna um árið og gengur undir nafninu Snorri í Betel. sá hefur verið við kennslu hérna fyrir norðan í nokkur ár og hef ekki til þessa heyrt öðruvísi en vel af manninum látið.

þetta er hins vegar stóralvarlegt mál ef satt er.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er grafalvarlegt mál. Trúarbragðafasismi austanhafs og vestan er nú meðal verstu meina heimsins og ef svona loddarar láta ekki börnin í friði er mál til komið að andæfa. Ég hélt satt að segja að Snorri héldi sig á mottunni í kennarastarfinu, en sé svo ekki þarf að mæta því af fullri einurð. Ætli skólastjórn Brekkuskóla viti af þessu?

21:41  
Anonymous Nafnlaus said...

mér skilst að þetta sé altalað, og hlýtur að vera það fyrst ég frétti þetta.

annars hlýtur kallgreyið að fara að koma út úr skápnum senn hvað líður...

01:21  

Skrifa ummæli

<< Home