21.9.06

kvæði dagsins

rúmri hálfri öld áður en Ingólfur og Hjörleifur héldu af stað frá Noregi að nema Ísland orti Po Chü-i þetta kvæði austur í Kína. Vésteinn Lúðvíksson þýddi:

HÁTÍÐ

Ég er á fertugasta og níunda aldursári.
Jafnvel sólin virðist gömul og þreytt.

Í kvöld er verið að fagna einhverju. Tunglið
er meðal gestanna og lýsir upp himininn.

Álútur held ég um hnén og velti vöngum
yfir því sem varð og ekki varð – þegar

vitlaus stelpa og ruglaður strákur kalla:
Hvernig væri nú að drífa sig út og dansa!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hann Po vissi hvað hann söng - alive and kicking öllum þessum öldum síðar!

19:53  
Anonymous Nafnlaus said...

po þessi var hversdagskall. og færði lífið í letur... undir formerkjum bókmenntanna vissulega en sama samt. hversdagkall. erum allir þannig kallar, séum við kallar á annað borð.

02:03  

Skrifa ummæli

<< Home