23.9.06

batnandi manni...

bara hreinlega verð að deila þessari snilld. þetta orti félgi Sigurður Jónsson á nótæm í gærkvöld í framhaldi af einhverjum óverðskulduðum hálfkæringi um Ómar garminn Ragnarsson:

Vegna ómaklegra aðdróttana um að Ómar Ragnarsson ætti helst að þegja, skal áréttað:
Allajafna hefði ég verið sammála, en á einu dægri snerist ég á sveif með honum eins og uppreisnarmönnum yfirleitt.
Þessvegna orti ég sjálfun mér til gamans.

Batnandi manni er best að lifa


Ómar Ragnars aldrei heldur kjafti
æ, svo hvimleitt allt hans jarm
opinn niðrí endaþarm
háloftin hann ríður um á rafti.

þar kom þó að karlinn yrði reiður
þandi út sinn breiða barm
braut af sér þann dyrakarm
sem áður olli því hve hann var leiður

nú er hann frjáls og aldeilis fjúkandi reiður
fréttamanns gáttin gufuð upp
gengur með byssu sér við hupp
hjálpi þér guð, ef þú ræðst á hans hugsjón og heiður

þegar af bræði ólgar Ómars blóð
ættir þú að varast
viljirðu ekki farast
allt þetta veit mín elskulega þjóð

Ómar mun sigra að lokum og landinu bjarga
lónbotninn skrýðast lyngi
ljóma hver sál á þingi
og lofasyngja það sem asnarnir ætluðu að farga.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home