29.9.06

gróðahyggjan og siðferðið

„gullkálfurinn hefur aldrei talist neitt sérlega góður uppalandi.“

þetta snilldarkomment kom upp í skemmtilegu símaspjalli áðan og má til með að tjá mig aðeins um það.
iðnaðarnjósnamálið í ÍE kom til umræðu og mér var bent á nokkuð sem ég hafði hreinlega ekki leitt hugann að (enda verið hjakkandi í hjólfari eins og fram hefur komið).

semsagt það að peninga-, gróða- og eiginhagsmunahyggjan, sem gert hefur svo vel heppnaða innrás í íslenskt samfélag, hafi óhjákvæmilega þau áhrif að siðferði fari hnignandi. að sá ört vaxandi hópur Íslendinga sem hefur gróðahyggjuna að leiðarljósi fórni gildum eins og tryggð, heiðarleika og vináttu umyrðalaust ef þess er þörf til að skara eld að sinni köku.

þetta vita náttúrulega allir og maður kannast svosem við dæmin þegar maður leiðir að þessu hugann. hef allt of lítið gert af því að velta fyrir mér þjóðmálum síðustu árin. best að þurrka af gleraugunum og fara að líta í kringum sig.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já græðgin er allsráðandi í Íslensku samfélagi í dag og menn svífast einskis þegar peningar eru annars vegar. Sem betur fer eru sumir sem ekki hafa áhuga á miklum peningum og finna lífi sínu farveg þar sem peningar skipta ekki öllu máli.

Er eitthvað nýtt að gerast?

10:14  
Anonymous Nafnlaus said...

Já félagi líttu í kringum þig, bæði til hægri og vinstri; það er margt að sjá. Fátt sem gleður, að vísu, en margt sem heillar. Heimskan og ósvífnin geta nefnilega náð slíkum hæðum að það er bláttáfram heillandi. Fægðu gleraugun og njóttu þess að vera ekki meðvitundarlaus.

18:27  

Skrifa ummæli

<< Home