nóg komið
Sá kerrugarmur sem mitt auma hversdagslíf er hefur um skeið verið gjögtandi í örmjóu en að sama skapi djúpu hjólfari. Legurnar stirðar og öxullinn boginn. Nú er nóg komið!
Vissulega er oft gaman á þessari ökuferð og aldrei skemmtilegra en þegar heillandi farþegar hoppa uppí og taka sér far en kerruferðin hefur samt verið tilgangslítil hringrás um andskotann ekki neitt. Nú er semsagt nóg komið!
Því hvað sem tautar og raular ætla ég að komast upp úr hjólfarinu og taka í taumana. Beiti til þess þeim meðulum sem finnast kunna. Fyrst er að henda óþarfa farangri og fórna því sem fórna þarf.
Byrjaði á því í dag þegar ég sagði mig frá ritstjórn skógarbókarinnar sem hefur legið á mér eins og mara í meira en ár og haldið fyrir mér vöku ófáar nætur. Næstu brellur eru í undirbúningi og vinnslu. Meira um það síðar en svo sannarlega er nú nóg komið!
Nýtt líf skal það vera.
Vissulega er oft gaman á þessari ökuferð og aldrei skemmtilegra en þegar heillandi farþegar hoppa uppí og taka sér far en kerruferðin hefur samt verið tilgangslítil hringrás um andskotann ekki neitt. Nú er semsagt nóg komið!
Því hvað sem tautar og raular ætla ég að komast upp úr hjólfarinu og taka í taumana. Beiti til þess þeim meðulum sem finnast kunna. Fyrst er að henda óþarfa farangri og fórna því sem fórna þarf.
Byrjaði á því í dag þegar ég sagði mig frá ritstjórn skógarbókarinnar sem hefur legið á mér eins og mara í meira en ár og haldið fyrir mér vöku ófáar nætur. Næstu brellur eru í undirbúningi og vinnslu. Meira um það síðar en svo sannarlega er nú nóg komið!
Nýtt líf skal það vera.
2 Comments:
Heyr heyr ég veit um góðan slóða fyrir þig. Það er meira að segja hægt að ganga hann. Það er ekkert skemmtilegra en að rífa sig upp frá einjhverjum tilbúnum rótum sem halda manni föstum og halda á vit þess óþekkta. Því eitt leiðir að öðru og þótt skógarbókin sé farin úr þínum höndum verður hún til. Það verður gaman að fylgjast með með kerrugarminum í nýja slóðanum.
takk fyrir hvatninguna kallinn minn! þetta snýst ekki um neitt annað en að rífa sig upp á rassgatinu og taka til. get það vel.
Skrifa ummæli
<< Home