29.9.06

orð dagsins

jamm. þá er búið að reka negluna í Kárahnjúkastíflu og uppvask aldarinnar hafið. hættum að láta okkur dreyma um að aftur verði snúið úr þessu.

eftirfarandi er stolið úr forystugrein Baggalúts sem birtist fyrst í gær:

„...Og þeim, altsvo stjórnvöldum, er vitanlega nett sama.
Skítsama.
Skítdrullusama þó eitthvað trjáknúsandi hippalistapakk grenji úr sér augu og lungu á hálendaskýlum sínum yfir einhverri örfoka landspildu lengst uppi á heiði, sem engum er til gagns hvað þá gleði.
Flotskítdrullusama.
Þeim er sama þó Draumlendingurinn Andri taki allar þeirra röksemdir og fyrirætlanir, brjóti þær niður svo ekki stendur steinn yfir steini. Þeim er sama þó hann taki að svo mæltu hvern þann stein og moli mélinu smærra með orðkynngi og hugmyndaauðgi. Þeir þegja bara. Brosa og þegja. Vitandi sem er að Íslendingar hlusta ekki á skáld sín heldur lesa þau.
Og jafnvel þó sjálfastur Ómar Ragnarsson brjóti sinn eldfima huga til mergjar og varpi fram stórfenglegri hugmynd landi sínu til varnar — sinni bestu — þá er þeim sama.
Þeir hlusta ekki einu sinni á Vigdísi. Bölvaðir.“

svo mörg voru þau orð dagsins.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta eru náttúrulega bara snillingar. Trjáknúsandi hippalistapakk mhm.

10:01  
Anonymous Nafnlaus said...

...á hálendaskýlum. gargandi snilld!

19:55  

Skrifa ummæli

<< Home