mannkynið eins og það leggur sig
hafið þið pælt í því hvaða pláss tegundin maður tekur á jörðinni svona samanlagt? hvað maðurinn er stór?
ég skal segja ykkur það. að því gefnu að við teljum 6.000.000.000 sálir í heildina.
við skulum ímynda okkur að við höldum útitónleika þar sem hvert einasta mannkvikindi á jörðinni mætir til að hlusta og sjá. hver maður þarf einn fermetra lands til að rúmt sé um alla standandi á útitónleikum og það er yfrið pláss.
hvað haldið þið að hópurinn þeki stórt landsvæði?
spurði tvö gáfumenni í gær og annar svaraði að hópurinn myndi þekja alla Evrópu. hinn spurði hvort Bandaríkin myndu duga.
staðreynd: Ísland er 103.000 ferkílómetrar að flatarmáli eða þar um bil. sex milljarðar manna með einn fermetra á mann þurfa 6.000 ferkílómetra. ergo: mannkynið upp á endann þekur um 6% af Íslandi. við gætum t.d. haldið þessa útitónleika norðan við Vatnajökul.
pælið í þessu.
ég skal segja ykkur það. að því gefnu að við teljum 6.000.000.000 sálir í heildina.
við skulum ímynda okkur að við höldum útitónleika þar sem hvert einasta mannkvikindi á jörðinni mætir til að hlusta og sjá. hver maður þarf einn fermetra lands til að rúmt sé um alla standandi á útitónleikum og það er yfrið pláss.
hvað haldið þið að hópurinn þeki stórt landsvæði?
spurði tvö gáfumenni í gær og annar svaraði að hópurinn myndi þekja alla Evrópu. hinn spurði hvort Bandaríkin myndu duga.
staðreynd: Ísland er 103.000 ferkílómetrar að flatarmáli eða þar um bil. sex milljarðar manna með einn fermetra á mann þurfa 6.000 ferkílómetra. ergo: mannkynið upp á endann þekur um 6% af Íslandi. við gætum t.d. haldið þessa útitónleika norðan við Vatnajökul.
pælið í þessu.
5 Comments:
Já djúpt er það. Guð forði mér frá því að allar þesar skepnur(manneskjur) komi hingað upp á sker til okkar.
En þetta er ótrúlegt. Það myndi ekki duga neitt minna en hann Magna okkar fyrir þessa tónleika hehe.
En ég held að þú ættir að koma þessari pælingu þinni í framkvæmd þótt að það yrði þitt eina starf til dauðadags, eða hvað?
Þetta er stórkostleg hugmynd. Það þarf að drífa í útitónleikum fyrir mannkynið. Málið er hins vegar að það kemst fyrir á mun minna svæði en 6 þúsund ferkílómetrum! Ég hef hugleitt þetta dæmi og er tilbúinn að leiða þig í allan sannleika um að það kemst fyrir á 80 ferkílómetrum. Sem laun fyrir Dagsfróðleikinn.
þigg alla fræðslu!
Hafi félagi Hjálmar rétt fyrir sér liggur við að það sé hægt að drekkja öllu sjittinu í Hálslóni. Kannski var þá til einhvers unnið
já, sko ég er nokkuð viss um að hafa rétt fyrir mér og hef bæði hugsað þetta og reiknað þetta. þetta verður tekið fyrir og staðfest á þriðjudagskvöld.
Skrifa ummæli
<< Home