gott fólk
núna á sjötta tímanum byrjaði að snjóa. fyrsta hríð haustsins og grátt í rót.
framundan versti dagur ársins, þegar nagladekkin fara undir bílinn. þoli ekki þá aðgerð – er uppgjöf fyrir langvarandi kulda og myrkri. eftir nokkrar vikur ríkir nóttin allan sólarhringinn. með hverju árinu fellur mér veturinn verr í geð.
aðferðin til að bregðast við því hefur það sem af er öldinni verið sú að hverfa til Gran Canaria upp úr áramótum í nokkrar vikur. af því verður örugglega ekki að þessu sinni. í staðinn er að viða að sér spennandi verkefnum og eiga gefandi samskipti við gott fólk. rembist við að halda mig að verki á báðum þessum vígstöðvum.
það er umtalsverð gæfa í því fólgin að eiga nána og trausta vini, eiga trúnað þeirra og svara í sömu mynt. hef verið svo ljónheppinn að síðustu misseri hefur fjölgað í þeim hópi kringum mig og vinn í því að svo verði áfram. að eiga alltaf reiðubúna öxl til að halla sér að þegar á bjátar, að deila gleði með öðrum.
þetta er vissulega væmin aulaspeki en hef reynt hana talsvert á sjálfum mér. helsta markmið hvers manns í lífinu hlýtur að vera að ná því að vera þokkaleg manneskja. besta leiðin til þess er að eiga samskipti við gott fólk.
framundan versti dagur ársins, þegar nagladekkin fara undir bílinn. þoli ekki þá aðgerð – er uppgjöf fyrir langvarandi kulda og myrkri. eftir nokkrar vikur ríkir nóttin allan sólarhringinn. með hverju árinu fellur mér veturinn verr í geð.
aðferðin til að bregðast við því hefur það sem af er öldinni verið sú að hverfa til Gran Canaria upp úr áramótum í nokkrar vikur. af því verður örugglega ekki að þessu sinni. í staðinn er að viða að sér spennandi verkefnum og eiga gefandi samskipti við gott fólk. rembist við að halda mig að verki á báðum þessum vígstöðvum.
það er umtalsverð gæfa í því fólgin að eiga nána og trausta vini, eiga trúnað þeirra og svara í sömu mynt. hef verið svo ljónheppinn að síðustu misseri hefur fjölgað í þeim hópi kringum mig og vinn í því að svo verði áfram. að eiga alltaf reiðubúna öxl til að halla sér að þegar á bjátar, að deila gleði með öðrum.
þetta er vissulega væmin aulaspeki en hef reynt hana talsvert á sjálfum mér. helsta markmið hvers manns í lífinu hlýtur að vera að ná því að vera þokkaleg manneskja. besta leiðin til þess er að eiga samskipti við gott fólk.
3 Comments:
Hvert orð satt. þetta er ekki væmni heldur lífsspeki.
Líklega er ekki hægt að setja sér gáfulegra merkmið en að vera betri manneskja í dag en í gær. Á því er engu að tapa, önnur merkmið ættu svo að mótest af því
Ég er sammála þér með helv nagladekkin en ég er svo heppinn að búa ekki fyrir norðan hehe svo að ég þarf ekki að pæla í þeim.
Að eiga vini er auðvitað það sem lífið snýst um og ég finn til með þeim sem ekki eiga vini. Og það er ekkert eins gefandi en að eiga samskipti við gott og kreatívt fólk og skiptast á skoðunum við það um lífið og tilveruna.
Þú ert svo sannarlega á réttri leið hvað markmiðin þín varðar. OG MUNDU, HÉR FYRIR SUNNAN ÞARF EKKI NAGLADEKK.
ok. er á leiðinni.
Skrifa ummæli
<< Home