15.10.06

unginn floginn

fór með hana Kötlu mína á flugvöllinn núna áðan, um hálfsexleytið. árdegis og nokkuð síðan maður hefur verið á róli á þem tíma að erindast.

hún verður á sunnanverðum Spáni í kvöld og kemur ekki til baka fyrr en næsta vor. spænskunám og frábært framtak hjá minni, stoltur af henni eins og alltaf.

við þessa kveðjustund rifjaðist upp kvöldið sem hún fæddist fyrir tuttugu árum. það kvöld breyttist heimurinn og verður aldrei samur. allt það tilfinningarót kom mér svo gjörsamlega í opna skjöldu.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heill og sæll vinur.
Morgunstund gefur gull í mund og flott hjá Kötlu að fara út.
Ég verð að segja að það er ekkert eins stórt einsog að eignast barn og breytir manni til lífstíðar.

ha det bra.

20:41  

Skrifa ummæli

<< Home