21.10.06

oktoberfest

síðustu daga hef ég fengið að heyra ótöluegan fjölda fleygra setninga; svona speki, húmor og orðaleiki, hvert öðru betra. ætti að taka þetta saman í bók en er bara búinn að gleyma þessu öllu...

vinnustaðapartí í gær sem varð einhver alleiðinlegasta samkoma sem ég hef tekið þátt í lengi. hér með hættur slíku með þessu liði enda í miklu betri félagsskap á öðrum vígstöðvum.

eftir þetta partí náði ég hinsvegar að enda í heimahúsi og vera settur í að spila á rafmangsgítar með kornungum dreng sem lék á trommur. hann var greinilega ekki vanur því að spila með einhverjum sem kunni alveg tvö grip þokkalega og ljómaði eins og sólin allan tímann – verulega gaman og vorum báðir svona 10 ára á meðan. er ekki frá því að börn séu betra og skemmtilegra fólk en aðrar manneskjur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home