22.10.06

2 sýningar

í gær voru opnaðar tvær merkilegar sýningar í Gilinu:

annars vegar ljósmyndir Kára Fannars Lárussonar í Populus tremula, teknar í Nicaragua í vor leið – þrusuflottar myndir sem eru svo pakkfullar af upplýsingum og skilaboðum um að flysja fjandans tilgerðina og uppskafningsháttinn utan af tilverunni að það er beinlínis krefjandi vinna að njóta þeirra. leggi maður samt í það verk skilar það sér beint inn í kvikuna á manni sjálfum.

svo opnaði Reynir Jónsson í Ketilhúsinu sýninguna sem var hengd upp á miðvikudaginn var. og skemmst frá því að segja að hann fékk hundruð glaðra gesta og var hrókur alls fagnaðar. langt síðan ég hef glaðst jafn mikið með öðrum og sannarlega verðskuldaði hann að eiga slíkan dag. svona dag ættu allir að upplifa amk einu sinni á ævinni; ekki fyrir egoið endilega heldur er það beinlínis hollt að standa í sviðsljósinu smá stund og vera gestgjafi – og takist að gera það af auðmýkt og virðingu fyrir því sem gott er og fagurt er til einhvers unnið.

hvorugur þessara pilta sem opnuðu í gær kallar sig listamann – enda þurfa þeir þess ekki. hafa þetta töts fyrir tilverunni sem máli skiptir og skynja fegurðina, hversu andstyggileg sem hún kann að vera.

til hamingju drengir!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home