28.10.06

veraldarvesenið

þessi færsla hér að neðan er einfaldlega stolin af ruv.is með copy/paste aðferðinni. segir allt sem segja þarf um þetta:

„Hans Blix, fyrrverandi yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak, segir hernám landsins gjörsamlega misheppnað, hlutskipti þjóðarinnar sé enn ömurlegra um þessar mundir en undir einræðisstjórn Saddams Husseins, fyrrverandi forseta. Í nýlegu viðtali við Politiken segir Blix Bandaríkjastjórn í mikum vanda. Hún þurfi að velja milli tveggja kosta, báðir séu afleitir. Yfirgefi Bandaríkjaher Írak tafarlaust brjótist út blóðugt borgarastríð. Fari Bandaríkjamenn hinsvegar hvergi verði þeir áfram skotmark ýmissa andspyrnu-og hryðjuverkahópa án þess að koma á stöðugleika. Blix segir að snöggtum skárra hefði verið að hernema ekki Írak.

Vissulega væri Saddam þá enn við völd, sem væri vont, en Írakar byggju þó ekki við algjöra vargöld. Bandaríkjamenn, og fylgiþjóðir þeirra, virtu Blix að vettugi þegar hann óskaði eftir því að vopnaeftirlitssveitir hans fengju að ljúka störfum í Írak vorið 2003. Hernám væri ekki nauðsynlegt til að hafa uppi á ætluðum gjöreyðingarvopnum Íraka. Bandaríkjastjórn staðhæfði hins vegar að brýna nauðsyn bæri til að tortíma þessum vopnum strax, áður en þau kæmust í hendur hryðjuverkamanna. Engin gjöreyðingarvopn hafa enn fundist í Írak."

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home