28.10.06

morð dagsins

http://visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20061028/LIFID08/110280037/1120/LIFID

þarna er frétt með spjalli við Ævar Örn Jósepsson um næsta reyfara sem KK í Uppheimum gefur út á næstu dögum. kápan er ennþá bara til í vélinni sem þetta er skrifað á en sleppur vonandi þaðan á morgun.

hef lesið þessa sögu (eins og hún var fyrir tveimur vikum) og fyrir þá sem á annað borð fíla krimma er þessi í flokki með þeim albestu íslensku. Ævar hefur komið sér upp verulega persónulegum stíl við þessi skrif sem ég er alveg að kaupa.

þetta átti ekki að vera auglýsing um bók. nema hvatning til að lesa hana ef menn lesa glæpasögur sér til afþreyingar. stundum eru þær reyndar flottur litteratúr, sbr bækur Rússans sem kallar sig Boris Akúnín og Svíans Henning Mankell. þeir sem hafa áhuga geta sótt bók Ævars, Sá yðar sem syndlaus er, á Amtið eftir hálfan mánuð. og kastað svo fyrsta steininum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home