uppgjör
nú dregur til tíðinda. vona ég. algjört uppgjör við fyrri hluta ævinnar framundan.
áformin eru semsé þau að taka sig upp og brenna norðlensku brýrnar að baki. setjast að í höfuðborginni og skipta um líf.
hef pælt þetta í nokkrar vikur og stefnan er sett á flutninga um áramót ef allt gengur upp. og það er ýmislegt sem þarf að ganga upp.
fyrst er að tryggja sér vinnu sem ég vil vinna og á kjörum sem ég sætti mig við. það er í bullandi vinnslu og lofar góðu. hef í sjálfu sér ekki miklar áhyggjur af því lengur.
í dag fór íbúðin í Spítalaveginum á sölu. orðin 23 ár síðan hún var keypt og verður skrítið ef og þegar hún selst að sjá eftir henni. en orðinn sannfærður um að kominn sé tími á að loka þessum dyrum. en mikið rosalega mun ég sakna útsýnisins um stofugluggana.
áformin eru einfaldlega að hefja nýtt líf. leggja fortíðina að baki eins mikið og skynsamlegt er og taka upp nýja siði á nýjum stað. er of gamalgróinn í innbænum til að eiga möguleika á slíku hér. eins og Akureyri er að mörgu leyti æðisleg getur hún farið verulega í taugarnar á manni. ætla samt alls ekki að taka undir með þeim sem þurfa sífellt að baknaga bæinn.
hvað tekur við er óskrifað blað – hvað það verður veit nú enginn – en ætla að búa til nýja tilveru. með mitt fólk í námunda við mig, ættingja og vini og tala nú ekki um stelpuna sem ég er skotinn í.
ungana mína þrjá verð ég að skilja eftir en ef mér tekst að tækla þetta vel þá verður það ekkert vandamál þannig séð og óvíst að samskipti verði mikið minni en þau eru núna.
hlakka til.
áformin eru semsé þau að taka sig upp og brenna norðlensku brýrnar að baki. setjast að í höfuðborginni og skipta um líf.
hef pælt þetta í nokkrar vikur og stefnan er sett á flutninga um áramót ef allt gengur upp. og það er ýmislegt sem þarf að ganga upp.
fyrst er að tryggja sér vinnu sem ég vil vinna og á kjörum sem ég sætti mig við. það er í bullandi vinnslu og lofar góðu. hef í sjálfu sér ekki miklar áhyggjur af því lengur.
í dag fór íbúðin í Spítalaveginum á sölu. orðin 23 ár síðan hún var keypt og verður skrítið ef og þegar hún selst að sjá eftir henni. en orðinn sannfærður um að kominn sé tími á að loka þessum dyrum. en mikið rosalega mun ég sakna útsýnisins um stofugluggana.
áformin eru einfaldlega að hefja nýtt líf. leggja fortíðina að baki eins mikið og skynsamlegt er og taka upp nýja siði á nýjum stað. er of gamalgróinn í innbænum til að eiga möguleika á slíku hér. eins og Akureyri er að mörgu leyti æðisleg getur hún farið verulega í taugarnar á manni. ætla samt alls ekki að taka undir með þeim sem þurfa sífellt að baknaga bæinn.
hvað tekur við er óskrifað blað – hvað það verður veit nú enginn – en ætla að búa til nýja tilveru. með mitt fólk í námunda við mig, ættingja og vini og tala nú ekki um stelpuna sem ég er skotinn í.
ungana mína þrjá verð ég að skilja eftir en ef mér tekst að tækla þetta vel þá verður það ekkert vandamál þannig séð og óvíst að samskipti verði mikið minni en þau eru núna.
hlakka til.
2 Comments:
Til hamingju og vertu velkominn á suðurlandið. Heyr heyr og ekki fyrir Akureyri.
Akureyri er frábær og þar er dýrðlegt að búa! mæli hiklaust með því enda áratuga reynsla að baki.
passar mér bara ekki í augnablikinu og er mitt vandamál en ekki bæjarins. fyrir utan náttúrulega hvað þetta verður gríðarlegur atgervisflótti...
þekki reyndar Reykjavík ágætlega líka og hefur alltaf liðið vel þar
Skrifa ummæli
<< Home