30.10.06

reykingar og reykleysi

fékk ansi góða ábendingu á dögunum – að vísu frá miklum nikótínista eins og ég er sjálfur.

semsé þá að með stórauknu reykleysi á vinnstöðum er líka hverfandi annar þáttur; semsé reykpásurnar. með reykpásum hverfur mikilvægur móralskur þáttur á vinnustöðum og samskipti vinnufélaga verða mun takmarkaðri. er þess handviss að þetta sé vondur bisniss.

á mínum vinnustað erum við örfáir enn syndumspilltir svælarar og förum þónokkrar ferðir á dag „í garðinn“. þar er bannað að tala um vinnuna. við kryfjum þjóð- og heimsmálin á örfáum mínútum oft á dag. svo beint að skjánum aftur.

er svo sannfærður um að þessar pásur auka afköst við vinnuna yfir daginn og lyfta andanum oft og tíðum. og hef stundum orðað það þannig að ég reyki mér til heilsubótar. sem er nú kannski aðeins yfir strikið en alla vega veit ég að þessi aðgerð að standa upp, hreyfa sig og kjafta um annað en verkefnið sem verið er að vinna í augnablikinu, er bráðholl.

sá brot úr einhverjum morgunsjónvarpskjaftaþætti á skjá einum í morgun þar sem var saman komið fólk nýlega hætt að reykja og var að vitna. menn voru sammála um að þeir væru að græða svo mikinn tíma. ég gef skít í þá kenningu.
þegar ég loksins hætti að reykja mun ég ótrauður halda áfram að fara í reykpásur. ef ég verð ekki dauður.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gjörsamlega, svo gjörsamlega sammála enda hefur það svo oft sýnt sig að þeir sem ekki reykja elta þá sem reykja út í brunagadd að vetri til, til að taka þátt í að ræða það sem skiptir máli. Eða bara hlæja með þessu bráðskemmtilega fólki sem púar.

21:43  
Anonymous Nafnlaus said...

pípukallar eru deyjandi tegund. spurning hvort ætti ekki að banna að veiða þá í atvinnuskyni?

22:38  
Anonymous Nafnlaus said...

Það þarf ekki að banna það, engum dytti það í hug. Það fæst ekkert fyrir þá.
En að skjóta þá til gamans, það er annað mál.

01:01  
Anonymous Nafnlaus said...

Reykingarmenn eru hinir einu sönnu Hraustu menn. Vaða út í storm , rigningu og él til að reykja , ég hef alltaf dáðst að þessu. Þessi örfáu skipti sem ég finn hjá mér reykingarfíkn er ég því miður alltaf innandyra og hún verður held ég aldrei svo sterk að ég leggi á mig að gleypa rok til að fullnægja henni.

12:40  
Anonymous Nafnlaus said...

Er á lista yfir fyrirbæri í útrýmingarhættu svo að það má ekki skjóta mig, stikkfrír pípari.

22:54  
Anonymous Nafnlaus said...

grrrr. eins og það hefði nú verið gaman...

18:09  

Skrifa ummæli

<< Home