1.11.06

að hafa vit fyrir öðrum

var staddur í vinnuerindum í Hrafnagilsskóla í morgun og spjallaði við Karl skólastjóra. hrósaði honum í hástert fyrir leiktækin á skólalóðinni sem þeir félagar Georg Hollanders og Helgi Þórsson hafa smíðað. m.a. forláta víkingaskip.

heimamenn eru stoltir af þessu og vilja halda áfram á sömu braut en þá er við óvígan kerfisher forsjárhyggjunnar að etja. stórbýlisherdís vill þetta helst burtu.

ekki vegna þess að þessi frábæru leiktæki standi ekki evrópustaðla, því það gera þau vissulega. en þau fást ekki vottuð af til þess bærum aðilum.

í öðru spjalli í gærkvöldi var niðurstaðan sú að velmeinandi, eins og forsjárhyggjan er yfirleytt alltaf, er hún að verða svo ríkjandi að manni stendur stuggur af því. og smeygir sér hvarvetna inn án þess að nokkur taki eftir því. sennilega af því að við höfum það almennt svo helvíti gott að við nennum ekki að huga að öðru en að hafa það enn betra. og eftirlits- og forsjársýstemið þenst út eins og púkinn á fjósbitanum með það að markmiði að vernda okkur fyrir okkur sjálfum og hvert fyrir öðru.

ljósi punkturinn í þessari umræðu í morgun var sá að þegar til þess bær opinber embættismaður tók leiktækin út, sýndi hann manndóm og frumkvæði og fann glufu í kerfinu. skilgreindi mannvirkin sem listaverk með notagildi. og það heldur enn.

listin getur verið góð til síns brúks!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æ nú er spurningin hvort þetta megi standa því ekki eru mennirnir menntaðir listamenn og þá finnst alla vega sumum stimpluðum að svoleiðis gúbbar geti vart bendlað sig við list
Lesið listapistla félaga Kristjnovich á http://kristjanovich.blogspot.com

13:30  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er nú ekkert að kaupa þetta með menntaða listamenn eða ekki. og hef sárasjaldan kynnst þannig fordómum frá listafólki á aldarfjórðungsferli.

hefur þó vissulega gerst en þá frá minnipokamönnum (reyndar oftast kellingum) með einhverja skólagöngu sem ekkert hefur orðið úr nema kjaftæðið. og er ekki að gera minnstu tilraun til að upphefja sjálfan mig á þeirra kostnað, því hvert samfélag grundvallast á forpokuðum kellingum.

en hafna því að skólaganga, hver sem hún kann að vera, sé eitthvað raunverulegt issjú þegar kemur að raunverulegri listsköpun eða pælingum.

alla vega er það svo að í mínum kunningjahópi, sem telur nokkra ágæta myndlistarmenn sem gengur vel,
hef ég aldrei hnotið um þessi viðhorf.

og nota bene: mæli með pistlunum sem vísað er til hér að ofan.

18:52  
Anonymous Nafnlaus said...

VoVoVovvvooooo - ekki laust við að votti fyrir fordómum hér... og
mér sem fannst greinin annars svo góð!
Ekkert hægt að misskilja viðhorf höfundar til "kellinga" -
greinilega skelfilegt fyrirbæri - mikill munur á því eða skapandi
listhneigðum körlum - menntuðum sem ómenntuðum!

...þannig hljómaði ádrepan í kvöld...

20:58  
Anonymous Nafnlaus said...

því miður er þetta lið til, þarf meira segja ekki að leita langt, en komment mitt hér að ofan var nú ekki ætlað til annars plögga pistlana. Ég stend heilshugar með þeim höbbðingjum Helga og Georg þeir eru af þeirri tegund sem gera sér grein fyrir að listin er leikur.

21:53  
Anonymous Nafnlaus said...

jahá. kom að því að fóru að verða læti. þetta er gaman og sérlega skemmtilegt að fá ályktun frá nýjum þátttakanda á síðunni. ekki orð um kellingar meir.

nema staðreyndin er sú að þessari hefur tekist á stuttum tíma að gera mig aftur að femínista. var það lengi en hef síðustu árin tekið kaldhæðnina framyfir. nú er því tímabili lokið, alla vega um sinn, þótt vissulega sé erfitt að kenna gömlum hundi að skíta.

fyrir jólin 1981 gekk þetta svo langt að ég stóð í göngugötunni í miðbæ Akureyrar í 20 stiga gaddi og seldi vegfarendum kakó til styrktar nýstofnuðum kvennalista. og það var ekki til að heilla stelpur heldur af heitri sannfæringu. sem núna, aldarfjórðungi síðar, er smám saman að koma aftur og sé betur og betur að það er ástæða til.

því spurning Jónasar frá Hrauni stendur óhögguð: höfum við gengið til góðs / götuna fram eftir veg?

17:50  

Skrifa ummæli

<< Home