6.11.06

kvæðið um bátana

fyrir tæpu ári sat ég í flugvél til Reykjavíkur á leið á útgáfuhátíð Uppheima. í sætunum fyrir framan mig voru strákur og stelpa, svona 15 eða 16 ára og kjöftuðu út í eitt, endalaust innantómt heimskubull sem ég lét fara í taugarnar á mér eins og asni.

yfir Faxaflóa komum við niður úr skýjabakkanum og á úfnum sjónum ultu nokkrir smábátar og þá gall í stelputrippinu:

„BÁTAR! djöfull eru þeir litlir eitthvað – miðað við sjóinn!“

þetta fannst mér hrein snilld og fór með þetta sem ljóð fyrir m.a. Þorstein frá Hamri og Gyrði Elíasson hálftíma síðar – held að þeim hafi nú ekki fundist alveg eins mikið til koma en samt, póesían í mannlífinu getur verið skemmtileg.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já skáldin leita víða fanga.

20:02  
Anonymous Nafnlaus said...

hmmmmm

22:22  
Anonymous Nafnlaus said...

Það þyrfti nú að girða Gyrði með Hamri

15:02  

Skrifa ummæli

<< Home