8.11.06

eignaupptaka

hér er enn eitt málefnið sem mér hefur verið bent á undanfarið: áformuð eða þegar framgengin eignaupptaka íslenska ríkisins á jarðeignum einstaklinga – Þjóðlendumálið.

skrifa þetta núna vegna greinar í Fréttablaðinu í dag þar sem greint er frá því að Óbyggðanefnd svokölluð geri fyrir hönd ríkisins tilkall til níutíu prósenta einnar jarðar í einkaeign. við erum að vísu að tala um stærstu jörð landsins, Reykjahlíð í Mývatnssveit, en sama samt.

jörðin er skilgreind með ýmiss konar gögnum og dómum allt aftur á 16. öld svo eignarhald ætti ekki að velkjast í vafa.

að svo stöddu ætla ég ekki að viðra neina skoðun á málinu en vonast til að fá viðbrögð frá þeim sem hana hafa. veit um lesendur með víðtæka þekkingu á málinu... nú er að láta í sér heyra!

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er hneyksli svo einfalt er það! Hef að vísu ekki lesið greinina í Mbl enn þar sem ég var eitthvað sein fyrir í morgun en skoðun mín er skýr. Þjóðnýting íslenska ríkisins á tuttugustu og fyrstu öld í nafni þessa skelfilega hugtaks "sameign þjóðar" eða "þjóðareign" er dæmi um hvernig fer þegar við látum pólitíkusa leiða okkur án þess að hugsa. Hvernig má það vera að lög um eignaupptöku íslenska ríkisins á þinglýstum eignum manna skulu hafa farið í gegn um þingið án umræðu? Og það sem meira er að eignaupptakan eigi sér stað fyrir framan nefið á okkur og öllum virðist sama. Veiðimennirnir reyndar alsælir þar sem þá dreymir um að landið verði tekið af bændum svo þeir geti skotið sín dýr án leyfis. Um það snýst málið og þjóðin öll samþykkir af því hugtakið höfðar svo til hennar "þjóðareign" það er eitthvað svo dásamlega óhöndlanlegt við þetta orð - það að "þjóðin" eigi eitthvað saman er svo mikið háfleygara og flottara en hið vel þekkta hugtak "ríkiseign".

22:28  
Anonymous Nafnlaus said...

datt mér ekki í hug að kæmu viððbrögð!

þetta er þörf umræða sem hefur farið allt og hljótt. er grundvallarmál, hvaða skoðun sem maður kann að aðhyllast. og má ekki fara fram í kyrrþey.

svo er líka þessi pæling um þjóðina annars vegar og ríkið hins vegar. er rétt eða skynsamlegt að steypa þessum hugtökum saman í graut?

00:23  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, þetta er snúið mál og tilefni endalausra deilna.
Ég get ekki fallist á þá eignaupptöku sem hér er rætt um, semsagt eignarnám lands í einkaeign En, og það eru mörg En í þessu máli. Einn með þjóðarofnæmi heldur að þetta leiði til þess að skotveiði menn gangi af göflunum. Um skotveiðar gilda lög, óháð lögum um eignarétt á landi og skotveiðimenn sem ekki fara að lögum verða að gjalda fyrir það eins og aðrir lögbrjóta. ÞAð hefur semsagt ekkert með eignarhald á landi að gera. Ég þekki vel til þess hvernig frændur vorir svíar hafa leyst þennan vanda. Það gerðu þeir með lögum sem heita "Allemans rätten" eða almannaréttindin og tryggja það að landeigendur geti ekki meinað fólki aðgang að óspilltri náttúru. Landeigendum er heimilt að girða af og loka landi sem er nytjað til ræktunar, en meiga ekki taka ef fólki möguleikana til að ganga um skóginn og tína ber eða sveppi til heimilisnota. Sömuleiðis má maður fara með stöng eða færi í vötn og læki, nema þar sem landeigendur hafa lagt í sannanlegar aðgerðir til að rækta lífríki vatnsins til nytja. Ég get fallist á að landeigendur fái að eiga sitt land í friði, en ég get ekki fallist á þeir eigi þá fugla sem flækjast inn ´æa lendareign þeirra. Ég felst ekki á að bændur eigi fuglasönginn, vængjasláttinn, atferli fuglanna og kjötið af þeim. Ég get ekki fallist á að landeigendur eigi berin á linginu þó ég viðurkenni rétt þeirra til að plægja upp berjamó go gera úr honum tún. Ég get ekki fallist á að landeigandi geti meinað mér að svala þorstanum í fjallalæk, þó svo að hann veifi gögnum frá fyrri öldum sem sanna eign hans á því landi sem lækurinn rennur um.
Ég efast um það minn kæri vin aðalsteinn að þú hefðir verið sáttur við það í sumar leið ef einhver bóndi í Kelduhverfi hefði bannað þér að ganga 20 kílómetra um Jökulsárgljúfur. Munum við taka því með ró, ef landeigandi meinar okkur að skoða Ásbyrgi.
Eignarhald nytjalands er eitt, eignarhald óspilltrar náttúru er annað.
Að lokum. Hugtökin Þjóðareign og ríkiseign hafa nákvæmlega sömu merkingu þar sem ríkið er ekki neitt og á ekki neitt. Það er einungis verkfæri þjóðarinnar til að gæta sameiginlegra hagsmuna okkar og eigna.
Akurinn má bóndinn eiga, en ekki fuglasöngin, vatnið eða orkuna í yðrum þess lands sem hann á. Ég er svo mikill eignaréttarsinni að ég viðurkenni ekki aðeins einkaeignarréttinn, eins og Pétur Blöndal, heldur einnig sameignarréttinn til náttúruauðlindanna - ekki sýst vatns, lofts, viltra ávaxta og fuglasöngs.

01:14  
Anonymous Nafnlaus said...

Þjóðareign og ríkiseign eru lykilhugtök í þessari umræðu allri. Það hræðir mig að heyra fullyrðingu í þá átt að ríkið sé ekki neitt og eigi ekki neitt. Hvernig var hlutunum fyrirkomið í Sovétríkjunum gömlu nú eða í Kína? Byggði hugmyndafræði þessara ríkja ekki einmitt á því að öllum eignum væri best fyrirkomið í eigu RÍKISINS. Skipti það engu máli? Fór það vel? Það er skelfilegt þegar fólk ruglar saman grundvallarhugtökum á þann hátt sem gert er með þjóðlendulögum, eiginlega ekki bara skelfilegt heldur stórhættulegt. Ríkið er svo sannarlega eitthvað, ríkið getur farið offari og gerir það oft í samskiptum sínum við einstaklinga, það er ekkert sem tryggir það að eignum - landinu sé best fyrirkomið í eigu ríkisins nema síður sé. "Þjóðin" er óskilgreint hugtak sem hvergi er til sem aðili að lögum. "Þjóðin" á ekkert saman, á ekki að eiga neitt saman og mun aldrei eiga neitt saman - að lögum.

09:02  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta er gaman!

hér hafa verið sett lög um almannarétt sem, að því marki sem ég þekki þau, eru mjög í þeim anda sem SHJ er að lýsa. það er hið besta mál enda styð ég heils hugar aðgang að náttúru og umhverfi.
enda snúast þessar eignaréttarpælingar ekki um það í mínum huga.

ætla að bíða með að blanda mér í umræður um skilgreiningar á þjóðinni annars vegar og ríkinu hins vegar... þótt þær séu skemmtilegar.

11:47  
Anonymous Nafnlaus said...

Sú með þjóðarofnæmið er skemmtilegur debattör, það er ekki síst vegna þess að hún hefur mikið til síns máls. Kenning mín um hugtökin þjóð og ríki stendur samt óhögguð en þarfnast greinilega skýringa. Ég viðurkenni að ég hafði ekki hugmyndaflug til að tengja þessa deilu hlutverki ríkisins í einræðisríkjum þar sem það er fyrst og fremmst kúgunartæki harðstjóra. Ég bý í lýðræðisríki þar sem þjóðin velur sér umboðsmenn og getur losað sig við þá ef þeir standa sig ekki. Ef þjóðin er gegnsýrð af heimsku og aumingjaskap lætur hún allt yfir sig ganga og á það þá skilið, en hún hefur val.

Þjóðin er ekki óskilgreint hugtak án stoðar í lögum og skilgreindrar sameignar. Henni eru tryggð ýmis réttindi bæði í stjórnarskránni og almennum lögum. Ég man ekki betur en að kveðið sé á um það í lögum að fiskurinn í landhelgi okkar sé þjóðareign og margt annað mætti tína til. Ég er ekki viss um að þjóðlendulögin séu þörf eða góð lög, þessvegna benti ég á Allemannsrätten í Svíþjóð og vil nú benda Aðalsteini á að Rolls Roys og Lada sport eru ekki sambærileg fyrirbæri, nema hvað hrort tveggja eru vélknúin faratæki. Hér eru oftar en ekki sett lög að erlendri fyrirmynd sem eru þó lítið annað en afleit bjögun fyrirmyndanna.

Ég nenni ekki að rífast um hvort ríkið sé til eða ekki en stend fastur í þeirri sannfæringu að það eigi aldrei að vera annað en áhald þjóðarinna. Án þessarar tilhögunar bjóðast aðeins verri kostir. Harðstjórn og kúgun, ráðleysi og öngþveiti. Og hvernig væri svo tilveran í ríkislausu landi þar sem engin þjóð væri til, aðeins einstaklingar sem berðust án eftirlits og reglna um lífsbjörgina?
shj

13:04  
Anonymous Nafnlaus said...

er ekki rétt skilið hjá mér að almannaréttarlögin sem tóku gildi fyrir nokkrum árum annars vegar og þjóðlenduvesenið núna séu tvö aðskilin og jafnvel lítið skyld mál? er ekkert vel inni í þessu.

hins vegar skulum við taka annan debatt síðar um þjóðareignina í sjónum – það er náskylt mál en væri gaman að fá álit á því sérstaklega.

14:54  
Anonymous Nafnlaus said...

Nú vindur sér inn maður og tekur til máls... enda er mál mála að mála málin málefnalega en ekki eftir anarkískum tilfinningarökum sem á endanum snúast í höndunum á manni og maður endar í Frjálslynda Fasistaflokknum...

Þjóð er viðurkennt hugtak og ríkið er þjóðin öll, enda getur annað ekki verið til án hins ef grannt er skoðað. Í skilningi alþjóðalaga eru bæði hugtök klárlega viðurkennd og mýgrútur til um skilgreiningar á báðum.

M.a. má nefna 4 kríteríur sem þarf að uppfylla til að geta talist ríki: afmarkað landsvæði; Permanent lýð, ríkisstjórn (ríki) og getuna til að ganga til samninga við önnur ríki.

En svo að hinu, sem Félagi M'ain(t)Ston'd hóf máls á, eignarnám er ekki nýtt fyrirbæri, málið er hins vegar hvurnig þetta einstaka mál verður túlkað, eignarnám / þjóðnýting eða hvað

Bíðum átekta gott fólk og sjáum - kálið og ausan... Hygg ég samt að ekki sé verið að skoða hag veiðimanna og kvenna í þessum málum - heldur annað sem svo kemur í ljós síðar þegar Framsókn rifnar á saumnunum og vilpan lekur út...

Með kurt og pí

Félagi G

16:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Fátt tel ég hafa verið til jafnmikillar óþurftar í íslenskri pólitík og þetta hugtak “þjóðareign” eða “sameign þjóðar sem Sigurður bendir réttilega á að varð fyrst til með fiskveiðistjórnunarlögunum. Með því varð til ótrúlega vitlaus umræða sem staðið hefur hátt í 20 ár um eignarhald íslensku þjóðarinnar á fiskinum í sjónum og þróaðist síðan yfir í umræðu stjórnmálamanna um eignarhald þjóðarinnar á auðlindum og setningu þjóðlendulaga. Með þeim lögum tók íslenska ríkið eignarnámi allt það land og auðlindir sem ekki var í einkaeignarrétti fyrir. Offors framkvæmdavaldsins við framkvæmd laganna segir mér sem íslenskum þjóðfélagsþegn allt sem segja þarf um hversu hættuleg þessi lög eru. Það er hneyksli að þessi lög hafi farið í gegn án umræðu og framkvæmd laganna er enn meira hneyksli. Ég ber enn þá von í brjósti að Mannréttindadómstóllinn muni bjarga íslensku þjóðinni frá þessum gjörningi.
Hvað varðar hugtökin tvö þjóð og ríki þá er um tvö ólík hugtök að ræða. Annars vegar vel skilgreint hugtak sem varð til í þeim tilgangi einum að koma á skipulagi og réttarreglum – hugtakið “ríki”. Ríki getur innifalið margar þjóðir eða þjóðarbrot og ríkið er aðili að lögum og getur þar með orðið skilgreindur eigandi að lögum. Hins vegar hugtakið “þjóð” sem skv. niðurstöðu Guðmundar Hálfdánarsonar í bókinni um Íslenska þjóðríkið verður best skilgreint sem “félagsleg ímyndun” – dæmi um ímyndunarafl mannsins og hæfileika hans til frjórrar sköpunar.

Signý
… sem hér með gengst við því að hafa þróað með sér ofnæmi fyrir þessu orði “þjóð” í íslenskri pólitík. Fátt hefur virkað jafnvel í þeim tilgangi að slá ryki í augu þjóðarinnar hvað varðar mikilvæg pólitísk málefni en að höfða til þjóðerniskenndar hennar með því að setja orðið “þjóð” í eitthvað óskilgreint samhengi. Frumlegast af því öllu er samhengið við orðið “eign”.

18:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er rétt sem þú getur þér til Aðalsteinn, að almannarétturinn og þjóðlendulögin eru tveir lítt skildir lagabálkar, en þó ekki með öllu ótengdir. Ég nefndi almannaréttinn í Svíþjóð vegna þess að með þeirri löggjöf tókst að tryggja almenningi aðgang að náttúrunni án þeirrar eignaupptökumaníu sem ræður ferðinni hér í skjóli þjóðlendulaganna. Ég sagði líka að ég væri ekki viss um að þjóðlendulögin væru góð lög og ég vil bæta því við að þau eru misnotuð af frekju og yfirgangi þeirra fulltrúa þjóðarinnar sem við í heimsku okkar höfum falið umboð. Okkur Sygníu greinir ekki á um margt, og ég skil vel ofnæmi hennar fyrir þjóðarhugtakinu, það er mest notað til að kynda undir þjóðrembu fordómum hroka mannfyrirlitningu og hégóma. Mín skilgreining á íslenskri Þjóð er nauða einföld. Sá hópur fólks sem hefur hér varanlega búsetu nógu lengi til að taka á sig þær skyldur og öðlast þau réttindi sem fylgja þegnskapnum - án tillits til genetísks, menningarlegs og landfræðilegs uppruna og trúarbragða eða annara skoðana og hneigða. Í mínum huga er þjóðerni ekkert annað en merki um að maður tilheyri hópi fólks sem býr á tilteknu afmörkuðu svæði og hefur sameinast um grunvallar reglur fyrir samfélagið sitt til að tryggja frið og eindrægni. Við felum svo verkfæri okkar, ríkinu, að annast tiltekin verkefni fyrir okkur. Sumir segja að ríkið sé til óþurftar, gefa því einhverskonar yfirbragð persónu og vilja að það gegni því hlutverki einu að tryggja öryggi fólksins. En það orðalag er auðvitað ekkert annað en huliðshjálmur um yfir raunverulega tilgang, sem er lögregluríkið. Þá fyrst fáum við þá þjóð og það ríki sem Signý óttast og ég sjálfur engu minna.
Ég sagði hinsvegar ekki að hugtakið þjóðareign hafi fyrst orðið til með fisveiðistjórnunarlögunum, það var til löngu áður og ég aðhyllist hiklaust sameignarrétt þjóðar þegar kemur að bláberjum og fuglasöng. Þar með er ekki sagt að það þurfi að gera ríkiseignarnám á þessum gæðum, það nægir að koma í veg fyrir nokkur geti slegið eign sinni á þau. Það gerðu svíar.

21:58  
Anonymous Nafnlaus said...

Niðurstaða: Almannaréttur er fínt hugtak sem hefði vel mátt skilgreina nánar í lögum. Almenningar hafa verið til í íslenskum rétti um aldir og því ekki þurft annað en skerpa á því hvaða rétt almenningar veita almenningi í stað þess að ganga svo langt að skilgreina landið allt sem "eign" íslensku þjóðarinnar og þar með ríkisins því annarr fulltrúi þjóðarinnar er ekki til að lögum.
Sammála - Sigurður?

Hætt núna - lofa því!
Kveðja,
Signý

23:45  
Anonymous Nafnlaus said...

hef gert mér grein fyrir því allan tímann að skríbentarnir að þessu sinni eru sammála um flest eða öll grundvallaratriðin í þessum vangaveltum.

og fyrirkvíðanlegur spádómur félaga Gwendar að út muni framsóknarvilpan – það held ég daunninn verði ekki par kræsilegur.

hef svosem líka styrkst í þeirri vissu að þetta málefni þurfi ég að kynna mér betur... á vonandi eftir að fá fyrirlestur fljótlega.

23:47  
Anonymous Nafnlaus said...

Já mín kæra Signý, árgeiningur okkar, sem um tíma virtist svo djúpstæður er ekki dýpri en þau blæbrygði sem svo oft lenda í sjálfheldu milli stafs og hurðar hjá þeim sem eru fátækir í andanum.
Og mikið helvíti er gaman að lenda í orðaskaki við fólk sem hefur ekki tapað heiftinni og er til í tuskið. LY.
shj

02:25  

Skrifa ummæli

<< Home