fjórðungi bregður til nafns
hef undanfarið reynt að rifja upp þessa gömlu þulu um fjórðungana sem manni bregður til en var ekki fyrr en í dag sem ég mundi síðasta hlutann. frasinn er einhvern veginn svona:
fjórðungi bregður til föður
fjórðungi bregður til móður
fjórðungi bregður til fósturs
fjórðungi bregður til nafns
að upplegg hverrar manneskju ráðist af þessum þáttum í þessum hlutföllum. alþýðuspeki er ágæt en vafasamt að líta á hana sem algild sannindi.
ástæðan fyrir því að þetta rifjaðist upp er tillaga Björns Inga og kumpána um að leggja mannanafnanefnd niður og treysta foreldrum fyrir nöfnum barna sinna.
þetta er tímamótatillaga og mér finnst hún fín. væri gaman að vita hvenær síðast kom fram eitthvað á vettvangi hins opinbera sem miðar að því að draga úr forsjárhyggju og opinberum afskiptum af einstaklingum. þörf kerfisins til að hafa vit fyrir almúganum er sívaxandi og tala nú ekki um eftirlitsapparötin sem þenjast út. allt með þeim formerkjum að vernda okkur fíflin hvert fyrir öðru og einkanlega okkur sjálfum.
Ögmundur lét hafa eftir sér um daginn að farið hefði fé betra ef bankarnir yrðu fluttir úr landi. það er órtúleg yfirlýsing en ég vil snúa henni upp á mannanafnanefnd og óska henni út í hafsauga.
og þegar búið verður að leggja hana niður vil ég að menn haldi áfram og sýni fólkinu í landinu það traust að fá að velja sjálft og hafna á fleiri sviðum; t.d. hvort maður tekur „íslenskt“ neftóbak (sem er leyfilegt fíkniefni) í nefið eða hvort maður tekur „innflutt“ neftóbak (sem er ólöglegt fíkniefni) í nefið.
fjórðungi bregður til föður
fjórðungi bregður til móður
fjórðungi bregður til fósturs
fjórðungi bregður til nafns
að upplegg hverrar manneskju ráðist af þessum þáttum í þessum hlutföllum. alþýðuspeki er ágæt en vafasamt að líta á hana sem algild sannindi.
ástæðan fyrir því að þetta rifjaðist upp er tillaga Björns Inga og kumpána um að leggja mannanafnanefnd niður og treysta foreldrum fyrir nöfnum barna sinna.
þetta er tímamótatillaga og mér finnst hún fín. væri gaman að vita hvenær síðast kom fram eitthvað á vettvangi hins opinbera sem miðar að því að draga úr forsjárhyggju og opinberum afskiptum af einstaklingum. þörf kerfisins til að hafa vit fyrir almúganum er sívaxandi og tala nú ekki um eftirlitsapparötin sem þenjast út. allt með þeim formerkjum að vernda okkur fíflin hvert fyrir öðru og einkanlega okkur sjálfum.
Ögmundur lét hafa eftir sér um daginn að farið hefði fé betra ef bankarnir yrðu fluttir úr landi. það er órtúleg yfirlýsing en ég vil snúa henni upp á mannanafnanefnd og óska henni út í hafsauga.
og þegar búið verður að leggja hana niður vil ég að menn haldi áfram og sýni fólkinu í landinu það traust að fá að velja sjálft og hafna á fleiri sviðum; t.d. hvort maður tekur „íslenskt“ neftóbak (sem er leyfilegt fíkniefni) í nefið eða hvort maður tekur „innflutt“ neftóbak (sem er ólöglegt fíkniefni) í nefið.
2 Comments:
Ég er sammála þér með mannanafnanefnd en það er samt ömurlegt þegar fólk gefur börnunum sínum fáránleg nöfn einsog Sataníus eða Ljótur eða eitthvað þess háttar.
Það þarf að hafa vit fyrir sumu fólki, því miður.
sko, Ljótur er fallegt nafn og þýðir Bjartur. Þorljótur er enn fallegra.
það er enn fáránlegra að opinbert apparat banni nöfn eins og Siv eða Snævarr meðan Tímon er leyft.
Sé ekkert að því að einverjir heiti „fáránlegum“ nöfnum. það er tiltölulega auðvelt að skipta um nafn. auk þess er fáránleikinn oftast smekksatriði.
Skrifa ummæli
<< Home