22.11.06

og enn er kveðið


Á Akureyri er um það bil
ekki neins að sakna.
Þar er fallegt þangað til
að þorpsbúarnir vakna.

– þetta er haft eftir Flosa Ólafssyni og er þekkt vísa. slæ henni fram hér mest til að gleðja hann Ella sem hefur allt á hornum sér sem að Akureyri snýr – enda innfæddur Akureyringur og ól hér manninn að miklu leyti fram á fimmtugsaldur. þeim mun merkilegra þar sem um er að ræða umburðarlynt gáfu- og ljúfmenni.

verstur fjandinn að í botn og grunn er ég sammála Flosa enda utanbæjarmaður eins og hann. hef ekki verið á Akureyri nema 30 ár eða svo. verða samt nokkrir þorpsbúar sem maður saknar ef og þegar maður tekur sig upp og fer, og merkilegt nokk, innfæddir sumir.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var gaman að lesa og kvæðið er bara fallegt. Takk fyrir hlý orð í mnn garð og það er gott að þú ert sammála Flosa enda hefur hann mikið til síns máls hahhaha.
En ég verð nú reyndar að segja að ég tek nú upp hanskann fyrir Akureyringa ef þarf einsog um daginn þegar lá við slagsmálum í fluginu.
Það er gott að þú ert að flytja suður því menn einsog þú hafa ekkert að gera með að búa á Akureyri. Og þetta er vel meint félagi.

20:43  
Anonymous Nafnlaus said...

Vísan er smellin og gæti átt við hvar sem er.
Ég átti því láni að fagna að fara burt og hvíla mig á æskustöðvunum í 15 ár. Ég saknaði Akureyrar ekki eitt augnablik allan þann tíma. Samt hefur mér alltaf liðið vel á Akureyri og aldrei leiðst. Þeim einum leiðist sem skortir hugmyndaflug og kjark til að lifa í ævintýrinu, hvar sem þeir eru. Þeim leiðist hvergi, hinum leiðist alstaðar.

22:42  
Anonymous Nafnlaus said...

Leiðrétting á síðustu setningunni.

Þeim sem skotir þetta tvennt leiðist alstaðar, hinum leiðist hvergi.

22:47  
Anonymous Nafnlaus said...

mörk his byggilega heims liggja við Glerána, sagði A, hvort vilja menn búa í þorpinu sem byrjar fyrir sunnan eða norðan á ?
það er náttúrlega sama þorpið ef útí það er farið, bara aðeins lengra í úthverfið Reykjavík ef farið er austurum
og lýtisvekjandi þorpsbúar vakna víða
vísan hans Flosa er flott og birtist fyrst í pistli í Þjóðviljanum þar sem komu meðal annarra við sögu Guðmundur á gröfunni, sem nú er myndlistaprófessorinn Goddur. Flosi var að leikstýra einhverju stykki í Samkomuhúsinu, fann hvergi Hressingarskálann og þótti þorpsbúar dálítið tregir.

22:58  
Anonymous Nafnlaus said...

Bragarbót.
Stór hluti þessa pistils Flosa fjallaði um Rauða húsið og sýninguna sem Jón og Brandur hentu í sjóinn, Guðmundur á gröfunni og fleiri nýlistamenn brenndu fullir norður og settu upp í rauða húsinu pylsubréf notuð og fleira notað. Flosi gerði mikið grín að Guðmundi á gröfunni og Akuereyringum í leiðinni og yfir öllu trónaði þessi vísa :

Á Akureyri er um það bil
ekki neins að sakna.
Jú, þar er fagurt þangað til
þorpsbúarnir vakna.

10:49  
Anonymous Nafnlaus said...

takk fyrir bragarbótina! gramsaði hina útgáfuna á netinu í gær en var viss um að hún væri ekki rétt. þessu trúi ég betur upp á Flosa.

væri reyndar fjandi gaman að sjá þessa grein...

12:00  
Anonymous Nafnlaus said...

ég átti þetta lengi með öðrum úklippum í skókassa, kanski er þetta ennþá til einhversstaðar í fimmtánda bunka frá hægri undir einhverju þungu. En þegar ég bjó í Danmörku sendi móðir mín mér reglulega blöð að heiman, kanski til að vekja hjá mér heimþrá, sem virkaði nú ekki, en þessa vísu lærði ég strax og hef ekki getað slitið hana úr minninu og greinina hirti ég því þar var minnst á Rauða húsið og Guðmund á gröfunni og fleira sem ég þekkti til, þetta hefur verið ca 1981, Flosi skrifaði pistla í Þjóðviljann um hverja helgi, kanski ég leiti að þessu þegar ég kem rassgatinu á mér og því sem fylgir uppá bókasafn til að gramsa í Jónasi Svafár.

12:34  
Anonymous Nafnlaus said...

í þessari umræðu allri er ágætt að taka með í reikninginn að þorpið var á dögunum kosið hið fegursta á landinu (ef ekki í heiminum).

þökk sé ágætum vinnufélaga mínum og innfæddum af gamalgrónu höfðingjalekti sem fer aldrei á fætur fyrir hálftíu.

19:39  

Skrifa ummæli

<< Home