22.11.06

meiri tölfræði úr blöðunum

í framhaldi af pistlinum í gær er rétt að vekja athygli á annarri staðreynd um fjárframlög úr ríkissjóði síðasta áratug.

hef áður komið inn á samgöngumál og ónýtt vegakerfi enda búinn að hafa nokkur kynni af því kerfi og aldrei meiri en síðasta misserið.

í grein í Mogga í dag frá forstöðumanni flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu (sem hefur líka verið mikið á ferðinni um þjóðvegina veit ég) kemur fram að árið 1995 voru framlög til viðhalds vega tæpir tveir milljarðar en tíu árum síðar tveir komma sex. það er allt og sumt og við með ónýtt vegakerfi.

það er athyglisvert að bera þetta saman við tölur um útgjöld til þjóðkirkjunnar sem rúmlega tvöfölduðust á níu árum.

heildarframlög til vegamála voru 13,5 milljarðar árið 2005.

þakka ábendingu í kommenti sem varð til þess að kórvilla í færslunni var leiðrétt.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Smáleiðrétting... framlög til VIÐHALDS vega voru þessar upphæðir sem þú nefnir, ekki framlög til vegamála yfirleitt, þau voru 13,5 millj. 2005

13:32  
Anonymous Nafnlaus said...

úpps...

14:08  

Skrifa ummæli

<< Home